mobile navigation trigger mobile search trigger
19.07.2017

Þórður Vilberg Guðmundsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Þórður Vilberg Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en hann var valinn úr hópi níu umsækjenda.

Þórður Vilberg Guðmundsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Þórður er með menntun í sagnfræði. Hann hefur starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó BS ásamt ýmsum öðrum þjónustustörfum. Hann hefur reynslu af upplýsinga- og kynningarmálum í störfum sínum fyrir framboð bæði til forseta- og sveitarstjórnarkosninga ásamt því að annast skipulag og stjórnað viðburðum þeim tengdum.

Meðal helstu verkefna upplýsingafulltrúa eru stefnumótun og umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum  sveitarfélagsins, þróunar- og verkefnavinna vegna samfélagsmiðla og rafrænnar stjórnsýslu, miðlun frétta og fjölmiðlasamskipti, vefumsjón, umsjón með gerð kynningarefnis auk skipulagning á viðburðum á vegum sveitarfélagsins.

Upplýsingafulltrúi starfar á stjórnsýslu- og þjónustusviði.

Þórður er boðinn velkominn til starfa en hann mun hefja störf 1. ágúst nk.