mobile navigation trigger mobile search trigger
11.07.2018

Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð vel sótt

Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð hafa verið afar vel sótt í þeirri einmuna veðurblíðu sem verið hefur á Austurlandi það sem af er sumri. Rétt er að benda á að oftar en ekki fyllast tjaldsvæðin fljótt þegar líða fer á daginn.

Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð vel sótt
Tjaldsvæðið á Reyðarfirði var þétt setið í dag

Í Fjarðabyggð eru skipulögð tjaldsvæði í öllum bæjarhlutum. Á öllum tjaldsvæðunum er góð aðstaða, snyrtingar, aðstaða til að grilla, leiksvæði og annað þess háttar.

Hægt er að kynna sér tjaldsvæðin og þjónustu sem þar er boðið uppá inn á www.visitfjardabyggd.is