mobile navigation trigger mobile search trigger
18.10.2017

Umfjöllun um Fjarðabyggðarhafnir í þættinum Hafnir Íslands

Sjónvarpsstöðin Hringbraut sýndi í síðustu viku þátt um Fjarðabyggðarhafnir. Þátturinn var hluti af þáttaröðinni Hafnir Íslands sem sýndur er á Hringbraut í haust.

Umfjöllun um Fjarðabyggðarhafnir í þættinum Hafnir Íslands

Í þættinum var rætt við Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna, um þá miklu starfsemi sem fram fer í höfnum Fjarðabyggðar á ári hverju og framtíð hafnana.

Auk þess var í þættinum talað við Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra, um mikilvægi Fjarðabyggðarhafna fyrir atvinnulífið í Fjarðabyggð og þau miklu áhrif sem þær hafa á samfélagið. Hann ræddi einnig um þær  framkvæmdir sem farið hefur verið í hjá Fjarðabyggðarhöfnum undanfarinn ár.

Smári Geirsson stiklaði svo á stóru í sögu hafnana og að lokum var rætt við Kristínu Ágústdóttur stjórnarmann í Hafnarstjórn Fjarðabyggðar.

Hægt er að horfa á þáttinn inná vef Hringbrautar með því að smella hér.