mobile navigation trigger mobile search trigger

Auglýst eftir umsóknum

15.12.2015

Umsóknarfrestur vegna úthlutana Uppbyggingarsjóðs Austurlands fyrir 2016 rennur út 15. desember nk.

Auglýst eftir umsóknum

Tilgangur uppbygginarsjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands.

Styrkveitingar miðast við árið 2016 en aðeins verður um eina úthlutun fyrir árið 2016 að ræða. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2015 og umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á uppbyggingarsjodur@austurbru.is.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur, sóknaráætlun og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Austurbrúar – austurbru.is - en auk þess geta áhugasamir haft samband við starfsstöðvar Austurbrúar í síma 470 3800. 

Þá verður boðið upp á vinnustofur á starfsstöðvum Austurbrúar þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna. Þær verða sem hér segir: 

Borgarfjörður eystri, sveitarstjórnarskrifstofan, 24. nóvember kl. 15:00 - 18:00
Seyðisfjörður, Silfurhöllin, 7. desember kl. 15:00 – 18:00
Egilsstaðir, Vonarland, 8. desember kl. 15:00 – 18:00
Reyðarfjörður, Fróðleiksmolinn, 9. desember kl. 15:00 – 18:00

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar á Egilsstöðum og Reyðarfirði fyrirfram með því að senda póst á jonknutur@austurbru.is fyrir 4. desember.

Umsóknarfrestur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir árið 2016 rennur út 15. desember nk.

Uppbyggingarsjóður umsóknir vegna 2016.pdf