mobile navigation trigger mobile search trigger
26.05.2017

Fjarðabyggð sigraði í Útsvari

Fjarðabyggð vann Akranes 65 - 38 í úrslitum Útsvars í kvöld. Ómarsbjallan var veitt í tíunda sinn en þetta er í annað skipti sem Fjarðabyggð sigrar í keppninni.

Fjarðabyggð sigraði í Útsvari
Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, Davíð, Hákon, Heiða og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri að keppni lokinni

Þau Davíð Þór Jónsson, Hákon Ásgrímsson og Heiða Dögg Liljudóttir lögðu Fljótsdalshérað, Reykjavíkurborg, Ölfus og Grindavík á leið sinni í úrslit.

Fjölskyldusjóður Fjarðabyggðar naut góðs af sigrinum en lið Fjarðabyggðar fékk að ánafna 250.000 kr. fjárhæð til sjóðsins.