mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2018

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosningar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar er hafin

Samstarfsnefnd Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar auglýsir neðangreint vegna tillögu um sameiningu sveitarfélaganna, sem kjósa á um 24. mars. 2018:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin.

Hægt er að kjósa á þjónustuskrifstofum embættis sýslumannsins á Seyðisfirði á eftirtöldum stöðum:

Egilsstöðum,

Eskifirði,

Seyðisfirði,

Vopnafirði.

Kjósendur í Mjóafirði geta greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sigfúsi Vilhjálmssyni og er þeim bent á að hafa samband við hann. Ekki verður starfandi kjördeild þar á kjördag.

Einnig er hægt að kjósa hjá öllum sýslumannsembættum á landinu.

Reynt verður að bjóða upp á aðstoð við kjósendur, sem telja sig ekki munu geta mætt á kjörstað. Gilda þá neðangreindar reglur:

Í reglum um kosningar í heimahúsi segir svo (réttar dagsetningar eru felldar inn í textann): 

„Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, samanber framangreint.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, (1. mars 2018), en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, (19. mars 2018), fyrir klukkan 16““. 

(Til skýringar skal þess getið, að með kjörstjóra er átt við embætti sýslumannsins á Seyðisfirði).

Nánari upplýsingar eru veittar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði s. 458-2700 og inná heimasíðu embættisins.

Samstarfsnefndin.