mobile navigation trigger mobile search trigger
16.06.2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar, vegna forsetakosninga þann 25. maí 2016, hófst 2. maí sl. 

Kosið er á eftirtöldum stöðum í Fjarðabyggð:

  • Neskaupstaður
    Bókasafn Norðfjarðar, Skólavegi 9, á almennum opnunartíma safnsins frá og með 6. júní á mánudagöum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

  • Eskifjörður
    Sýsluskrifstofunni Eskifirði, Strandgötu 52, frá kl. 09.00 til kl. 15:00.

  • Fáskrúðsfjörður
    Bókasafn Fáskrúðsfjarðar í Skólamiðstöðinni, Hlíðargötu 56, á almennum opnunartíma safnsins frá og með 8. júní á miðvikudögum og föstudögum.

Opnunartími bókasafna Fjarðabyggðar

Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 2. mgr 58. gr.l.nr. 24/2000. 

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 16:00 fjórum dögum fyrir kjördag. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra þegar henta þykir og verður auglýst innan stofnananna.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins hefur verið opnaður á kosning.is og er þar að finna margvíslegar upplýsingar varðandi sveitarstjórnarkosningar.

Heimild: Sýslumaðurinn á Austurlandi