mobile navigation trigger mobile search trigger
20.06.2022

Vel heppnuð hátíðahöld á 17. júní

Hátíðahöld Fjarðabyggðar vegna 17. júní á Fáskrúðsfirði voru vel sótt og afar vel heppnuð. Skipulag dagskrárinnar í ár var í höndum Ungmennafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði.

Vel heppnuð hátíðahöld á 17. júní
Börn úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar voru með atriði úr Ávaxtakörfunni.

Vegna veðurs var ákveðið að færa hátíðahöldinn inn, og fór stórhluti dagskrárinnar fram í Félagsheimilinu Skrúð. Dagskráin hófst í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson leiddi óhefðbundna messu með gítarspili og söng Kristel Ben. Jóhannsdóttir. Að því loknu var gengið yfir í Skrúð þar sem hátíðardagskrá hófst kl. 14:00 undir styrkri stjórn Jóns Hilmars Kárasonar.

Dagskráin var fjölbreytt. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri flutti hátíðarræðu og að henni lokinni var komið að ávarpi fjallkonunar. Hlutverk fjallkonunar í ár var í höndum Hafdísar Báru Bjarndóttur sem flutti ljóðið Í Fáskrúðsfirði ef austfirska skáldið Pál Ólafsson. Að því loknu fluttu þau Jón Hilmar Kárason og ÍsabellA nokkuR lög áður en börn úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar voru með atriði úr Ávaxtakörfunni.

Að þessu loknu var áfram ljúf og notaleg stemmning í Skrúð þar sem fram vór veitingasala á vegum félag eldirborgara en aðrir gestir sem vildu meiri læti fóru í íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði þar sem var búið að koma fyrir hoppuköstulunm og þar var svo sannarlega líf og fjör fram eftir degi.

Dagurinn var eins og áður sagði ákaflega vel heppnaður og vill Fjarðabyggð koma á framfæri þökkum til þeirra sem mættu, og ekki síður til félaga í Ungmennafélaginu Leikni sem áttu veg og vanda að skipulagi dagsins sem var til mikils sóma.

Fleiri myndir:
Vel heppnuð hátíðahöld á 17. júní
Fjallkonan Hafdís Bára Bjarnadóttir.