mobile navigation trigger mobile search trigger
17.08.2015

Veraldarvinir í Fjarðabyggð

Júlíblað UNA Magazine, fréttablaðs Veraldarvina, er að stóru leyti helgað Fjarðabyggð og störfum þeirra hér. Um þessar mundir eru 76 sjálfboðaliðar frá 22 löndunum starfandi á vegum samtakanna á Stöðvarfirði og Eskifirði, þar á meðal við að gera upp gamla barnaskólann á Eskifirði.

Veraldarvinir vinna nú að því að gera upp gamla barnaskólann á Eskifirði.
Veraldarvinir vinna nú að því að gera upp gamla barnaskólann á Eskifirði.

Í þessu stórskemmtilega blaði er einnig fjallað um sérstakt samband íslensku þjóðarinnar við bjór, sem var um árabil bannaður en er nú framleiddur í mörgum gerðum af fjölda framleiðenda. Einnig er sagt frá fiskilandinu Íslandi og þeim ólíku trölla- og álfaþjóðum sem byggja landið, svo að nokkur dæmi séu nefnd af fjölbreyttum efnistökum blaðsins. 

Stöðvarfjörður hefur enn fremur unnið hug og hjörtu veraldarvina, sem skemmtilegt og afar hlýlegt sjávarpláss. Sama verður ekki sagt um lúpínuna, sem er lýst sem fallegri en varasamri jurt. Sjálfboðaliðar hafa á undanförnum árum leitast við að hefta útbreiðslu hennar Í fjarðabyggð, en lúpínan er heldur frek til rúmsins þar sem hún nær yfirhöndinni og ryður smám saman öðrum plöntum burt.

Þá er gamla barnaskólanum á Eskifirði er gert sérstök skil, en Veraldarvinir fengu húsið afhent til afnota fyrir tveimur árum. Þar verður komið á fót starfs- og gistiaðstöðu og vinna Veraldarvinir hörðum höndum að því að gera þessa fallegu byggingu upp.

Á heildina gefur blaðið áhugaverða og fróðlega mynd af bæði landi og þjóð og eins og sagt er, þá er gests augað oft ansi glöggt.

UNA magazine - July 2015.pdf