mobile navigation trigger mobile search trigger
10.02.2016

Vinátta, gleði og samhugur

Um helgina fór fram fyrsta bikarmót vetrarins á snjóbrettum og jafnframt það fyrsta sem farið hefur fram á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Þátttakendur komu víða að af landinu og kepptu við frábærar aðstæður.

Vinátta, gleði og samhugur

Alls voru 59 keppendur skráðir til leiks, 45 strákar og 14 stelpur, en keppt var bæði í brettastíl og bordercross.

Að sögn Dýrunnar Pálu Skaftadóttur, eins af skipuleggjendum mótsins, tókst það í alla staði vel. Aðstaða var með besta móti og gestir ánægðir með ferðina austur. Að keppni lokinni fór jafnframt stór hópur upp í Magnúsarskarð og renndi sér niður í Norðfjörð.

„Það sem einkennir svona mót er vináttan, gleðin og samhugur allra sem koma að mótinu. Það er kannski barist í brautinni en svo skemmta sér allir saman utan hennar og allur aldur hjálpast að. Það er bjútíið við brettamenninguna: samheldni og ánægjan af að deila áhugamálinu,“ segir Dýrunn Pála í viðtali um mótið á mellow.is.

Einnig má nálgast umfjöllun um mótið ásamt glæsilegum ljósmyndum á mellow.is.

Þá er verið er að ganga frá sjónvarpsþætti um mótið fyrir mellow TV sem birtur verður bráðlega og má eiga vona á frábærri umfjöllun ef marka má kynningarstiklu þáttarins á vefnum.