mobile navigation trigger mobile search trigger
12.05.2017

Vor í Fjarðabyggð

Hvað sem veðurspánni líður þá er vorið komið. Dagana 14. til 22. maí verður árleg vorhreinsun í Fjarðabyggð.

Vor í Fjarðabyggð

Þessa daga fara starfsmenn sveitarfélagsins, á virkum dögum, um bæjarkjarna og hreinsa burt þann garðúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk. Tökum höndum saman og förum inn í sumarið í snyrtilegri Fjarðabyggð. 

Ef fjarlægja þarf stærri hluti af lóð s.s. afskráð ökutæki, vinnuvélar, báta og annað slíkt er hægt að fá aðstoð hjá framkvæmda- og þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar. Hafðu samband í síma 470 9000. 

Ónýtir bílar og brak á opnum svæðum verður tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins, eigendur slíkra hluta eru hvattir til að taka við sér. Úrvinnslusjóður greiðir 20.000.- í skilagjald fyrir bíla framleidda eftir 1980.