mobile navigation trigger mobile search trigger
08.04.2016

Yfirmatráður við leikskólann Sólvelli

Laust er til umsóknar starf yfirmatráðs í eldhúsi leikskólans Sólvellir.

Starfið er laust frá 1. ágúst n.k.

Í leikskólanum dvelja yfir 110 börn við leik og störf og þar starfa að jafnaði um 30 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í mötuneyti í samvinnu við Yfirmatráð.

Hæfniskröfur:

  • Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri.
  • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji.
  • Lipurð og færni í samskiptum.
  • Reynsla af rekstri mötuneyta kostur.

Starfshlutfall er 100%, vinnutími frá 8:00 – 16:00.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri, í síma 477 1485 eða á netfanginu thordismb@skolar.fjardabyggd.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí nk.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Sótt er um starfið að vef leikskólans.

Sjá starfslýsingu - yfirmatráður (pdf)

Sækja um starfið