mobile navigation trigger mobile search trigger

Hversu gaman er að vera þú?

Byrjaðu nýja árið af krafti og taktu þátt í hugmyndaþingi allra starfsmanna Fjarðabyggðar.

  • Sigríður Hulda Jónsdóttir hjá SHJ ráðgjöf leiðir þingið sem ber að þessu sinni yfirskriftina Hversu gaman er að vera þú?
  • Við munum hafa léttleika og hagnýta nálgun að leiðarljósi, pæla í lífsgæðum okkar í starfsumhverfi og lífsstíl.
  • Hvaða áhrif hafa breytingar á okkur og hvað gerum við til að efla starfsánægju á vinnustað? Erum við stundum föst í viðjum vanans og hvaða viðhorf stýra aðkomu okkar að verkefnum?
  • Útgangspunkturinn er að greina styrkleika í eigin fari og hvernig við nýtum þá og njótum þeirra.

Lifandi tónlist, slökun og uppistand

Hugmyndaþingið er í lifandi samstarfi við hæfileikafólk úr heimabyggð.

  • Við fáum til liðs við okkur Solveigu Friðriksdóttur, jógasnilling á Stöðvarfirði.
  • Begga sagnaþulur á Fáskrúðsfirði og Jón Blindur Kárason, tónlistarmógúl á Norðfirði sýna sínar bestu hliðar.
  • Ólafur Freyr, ungur og upprennandi uppistandari úr Reykjavík, lýkur þinginu með glæsibrag á frumsömdu uppistandi.
  • Reiddur verður fram ljúffengur hádegisverður.
  • Kostar ekkert. Þú vilt ekki missa af þessu!

Skráðu þig núna

Hugmyndaþing starfsmanna Fjarðabyggðar
Tónlistarmiðstöð Austurlands Eskifirði
07. janúar 2017 - kl. 10:00 til 14:00

Opið öllum starfsmanna sveitarfélagsins
Kostar ekkert að taka þátt!

Skráning á Hugmyndaþing 2017

Aksturspeningar

Hugmyndaþing starfsmanna Fjarðabyggðar er opið öllum starfsmönnum hjá Fjarðabyggð.  Tilgangurinn er að mynda sameiginlegan umræðu- og samstarfsvettvang fyrir starfsmenn þvert á stofnanir og bæjarkjarna sveitarfélagsins.

Skipuleggjandi er Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar. Greiddir eru aksturspeningar ef þrír eða fleiri eru samferða í bíl og skal gengið frá greiðslusamþykkt á hugmyndaþinginu 9. janúar nk. Nánari upplýsingar á staðnum veita Andrea og Helga Guðrún.