mobile navigation trigger mobile search trigger

BÆJARSTJÓRN Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar er skipuð níu bæjarfulltrúum sem kosnir eru til fjögurra ára í almennum kosningum til sveitarstjórna. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, kemur fram í nafni sveitarfélagsins og gætir hagsmuna þess og íbúa. Bæjarstjórn heldur reglulega fundi tvisvar í mánuði, að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar, að sumarmánuðum undanskildum og fer þá bæjarráð með umboð hennar og afgreiðir mál. 

Bæjastjórn ræður málefnum sveitarfélagsins innan þeirra marka sem lög setja og samþykktir um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar, en svo nefnast þær reglur sem sveitarfélagið hefur sett sér um stjórn þess og stjórnsýslu. Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði haldnir í fundarsal sveitarfélagsins að Hafnargötu 2, Reyðarfirði og hefjast kl. 16.00.

Forseti bæjarstjórnar er Jón Björn Hákonarson

Fundirnir eru opnir og er þeim sjónvarpað beint á vef sveitarfélagsins. 

Eldri upptökur af fundum má finna með því að smella hér.

Að loknum sveitastjórnarkosningum í maí 2022 náðu þrír flokkar kjöri til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 fulltrúar, Framsóknarflokkur 3 fulltrúa og Fjarðalistinn 2 fulltrúa.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar 2022 - 2026 er þannig skipuð:

Sjálfstæðisflokkur (4)
Ragnar Sigurðsson
Kristinn Þór Jónasson
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
Jóhanna Sigfúsdóttir

Framsóknarflokkur (3)
Jón Björn Hákonarson
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
Birgir Jónsson 

Fjarðalistinn (2)
Stefán Þór Eysteinsson
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir

                                                                                                                                                         

Bæjarstjón

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar 2022 - 2026. Frá vinstri efri röð: Þórdís Mjöll Benediktsdóttir (D), Jóhanna Sigfúsdóttir (D), Ragnar Sigurðsson (D), Kristinn Þór Jónasson (D), Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir (L), Þuríður Lillý Sigurðardóttir (B), Arnfríður Eide Hafþórsdóttir (B)

Frá vinstri neðri röð: Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri, Birgir Jónsson, (B), Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs (L).