mobile navigation trigger mobile search trigger
02.02.2017

216. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 216. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, 2. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður, Elvar Jónsson aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Valdimar O Hermannsson aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.  

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá: 

1.

1701010F - Bæjarráð - 506

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson,
Fundargerð bæjarráðs frá 23.janúar sl. að undanskildum lið nr. 9, Vinnufatnaður í grunn- og leikskólum staðfest með 9 atkvæðum.
Liður 9 tekin til afgreiðslu.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi undir umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Enginn tók til máls.
Dagskrárliður 9 staðfestur með 8 atkvæðum.

1.1

1612126 - Endurfjármögnun skammtímaláns 2017

1.3

1602151 - Svæðisskipulag fyrir Austurland

1.4

1701131 - Stjórnenda og ráðningarkerfi H3

1.5

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

1.6

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

1.7

1701124 - Eistnaflug 2017

1.8

1605155 - Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar

1.9

1612108 - Vinnufatnaður í grunn- og leikskólum

1.10

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

2.

1701016F - Bæjarráð - 507

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.

2.1

1701210 - Lánasamningur við Íslandsbanka 2017

2.2

1701212 - Lánasamningur vegna 150 milljóna kr. láns

2.3

1701211 - Lánasamningur vegna 227 milljóna kr. láns.

2.4

1306017 - Menningarstefna - Trúnaðarmál

2.5

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

2.6

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

2.7

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

2.8

1511049 - Uppfærsla á OneCrm kerfum og innleiðing á upplýsingagátt

2.9

1612118 - Efnistaka í Norðfjarðarflóa

2.10

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

2.11

1612145 - Stjórnkerfisnefnd 2017

2.12

- Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 167

2.13

- Hafnarstjórn - 172

2.14

- Fræðslunefnd - 36

2.15

- Íþrótta- og tómstundanefnd - 31

2.16

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

3.

1701012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 167

Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.

3.1

1609089 - Garð- og malarefni

3.2

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

3.3

1701139 - 755 - Fjarðarbraut 25 - Umsókn um leyfi fyrir varmadælu

3.4

1701150 - 755 Fjarðarbraut 9 - varmadæla - byggingarleyfi

3.5

1701142 - 735 Bakkastígur 15 - Byggingarleyfi, dyraskýli

3.6

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

3.7

1701110 - Skráning menningarminja - fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum

4.

1701011F - Hafnarstjórn - 172

Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 24.janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.

4.1

1201079 - Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði

4.2

1612118 - Efnistaka í Norðfjarðarflóa

4.3

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

4.4

1701180 - Umsókn um skammtímaafnot af landi við Mjóeyrarhöfn

4.5

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

5.

1701013F - Fræðslunefnd - 36

Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar frá 25.janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.

5.1

1611105 - Heimsókn í skólastofnanir

5.2

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

5.3

1701031 - Bætt sál- og sérfræðiþjónusta í grunnskólum

5.5

1701152 - Niðurstöður Pisa könnunar 2015

6.

1701015F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 31

Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundnefndar frá 26.janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.

6.1

1701162 - Heimsókn í Skíðamiðstöðina í Oddskarði

6.2

1611037 - Fundir Ungmennaráðs Fjarðabyggðar 2016 - 2017

6.3

1701015 - "Fjallahjólapark" í Oddskarði

6.4

1701031 - Bætt sál- og sérfræðiþjónusta í grunnskólum

6.5

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

6.6

1701016 - Upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar

6.7

1601128 - Upplýsingatæknimál - þráðlaus net íþróttamannvirkja

6.8

1602155 - Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð

6.9

1701076 - Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga

7.

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 70 frá 25.janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.

8.

1602151 - Svæðisskipulag fyrir Austurland

Forseti fylgdi drögum að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar úr hlaði.
Drögum að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar staðfestar af bæjarstjórn með 9 atkvæðum.

9.

1701210 - Lánasamningur um 400 m.kr. við Íslandsbanka 2017 nr.

Bæjarstjóri fylgdi lánasamningi úr hlaði.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson,Valdimar O Hermannsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi lánasamning við Íslandsbanka að höfuðstól kr. 400.000.000, til allt að 25 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er jafngreiðslulán og óverðtryggt á breytilegum vöxtum. Er lánið tekið til að endurfjármagna að hluta lán lántaka við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. og fjármagna kaup lántaka á fasteigninni Melgerði 13, Reyðarfirði.
Jafnframt er Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Einnig samþykkir bæjarstjórn breytingu á fjárhagsskilyrðum í þremur viðaukum við eldri lánasamninga við Íslandsbanka, nr. 18468, 183470 og 106075. Breytingin í viðaukunum við lánasamningana felst í rýmkuðum fjárhagsskilyrðum þannig að út fellur krafa um að veltu fé frá rekstri sem hlutfall heildartekna A hluta skuli vera hærra en 9%. Niðurfelling skilyrðisins rýmkar stöðu Fjarðabyggðar. Þessi breyting er til samræmis við fjárhagsskilyrðin með hinum nýja lánasamningi. Allir þessir lánasamningar eru þá með sömu fjárhagslegu skilyrðin.

10.

1701212 - Lánasamningur um 150 m.kr. við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1701_03

Bæjarstjóri fylgdi lánasamningi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi lánasamning við Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000, með lokagjalddaga þann 5. febrúar 2032, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er bundið vísitölu neysluverð og ber breytilega vexti. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum á eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

11.

1701211 - Lánasamningur um 203 m.kr. við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1701_04

Bæjarstjóri fylgdi lánasamningi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi lánasamning við Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 227.355.784, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 203.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er bundið vísitölu neysluverð og ber fasta vexti. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum eldri lána hjá Hitaveitu Fjarðabyggðar sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

12.

1612145 - Stjórnkerfisnefnd 2017

Bæjarstjóri fylgdi tillögum að breytingum á stjórnskipulagi Fjarðabyggðar úr hlaði.

Lögð fram tillaga bæjarráðs í greinagerð um endurskoðað skipulag stjórnsýslu Fjarðabyggðar. Bæjarráð hefur í umboði bæjarstjórnar sem stjórnkerfisnefnd unnið að skoðun stjórnsýslunnar og komið fram með tvær tillögur:

Í fyrsta lagi að framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði Fjarðabyggðar verði skipt upp í tvö aðskilin svið, með tveimur sviðstjórum sem yfirstjórnendum. Sviðsstjórar muni heyra undir bæjarstjóra í skipuriti. Sviðin munu annars vegar heita “Framkvæmda- og umhverfissvið” og hins vegar “Veitusvið”.. Lögð verði áhersla á samstarf sviðanna, s.s. er varðar innkaup, umsjón útboða og framkvæmda ásamt samnýtingu þess vinnuafls sem til staðar er á sviðunum. Þá verði starf sviðsstjóra veitusviðs auglýst sem fyrst, og fagaðili fenginn til ráðgjafar við ferlið. Um leið er starf forstöðumanns veitna ekki lengur til staðar í skipuriti sveitarfélagsins.

Í öðru lagi leggur bæjarráð til að sviðstjórar fjölskyldusviðs verði áfram tveir; fræðslustjóri og félagsmálastjóri og jafnsettir í skipuriti sveitarfélagsins. Þegar ráðning félagsmálastjóra hefur farið fram verði félagsmálastjóra eða fræðslustjóra falið það hlutverk að samræma og samhæfa verkefni fjölskyldusviðsins með þeim hætti að fjölskyldustefna og þjónusta á vettvangi sviðsins nái fram að ganga á sem skilvirkastan hátt. Þá verði kortlögð verkefni og mönnun annara sérfræðiverkefna sviðsins í heild. Þá verði starf félagsmálastjóra auglýst sem fyrst og fagaðili fenginn til ráðgjafar við ferlið.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögur stjórnkerfisnefndar að endurnýjuðu skipuriti sveitarfélagsins sem og þær tillögur sem koma fram í þeirri greinagerð sem meðfylgjandi er málinu. Þá er bæjarstjóra falið að framkvæma þær tillögur og ráðstafanir sem fylgja samþykkt tillagnanna.

Endurnýjuð íbúagátt Fjarðabyggðar var opnuð í lok fundar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.