mobile navigation trigger mobile search trigger
16.02.2017

217. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 217. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

16. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður, Elvar Jónsson aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Valdimar O Hermannsson aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1.

1702001F - Bæjarráð - 508

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 6. febrúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

1.1

1606136 - Starfslíðan starfsmanna Fjarðabyggðar 2016

1.2

1702040 - Fjárlög 2017 - Ofanflóðavarnir

1.3

1702020 - Bréf foreldrafélaga leikskólanna í Fjarðabyggð

1.4

1701210 - Lánasamningur um 400 m.kr. við Íslandsbanka 2017 nr.

1.5

1406154 - Málefni flóttafólks 2017

1.6

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

1.7

1605155 - Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar

1.8

1702026 - Erindi frá Esbjerg vegna jólatrésgjafar

1.9

1701123 - Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS

1.10

1701236 - Afnot af gömlu Hulduhlíð

1.11

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

1.12

1702036 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

1.13

- Hafnarstjórn - 173

2.

1702005F - Bæjarráð - 509

Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Dagskrárlið 7 í fundargerð um staðfestingu samnings við Orkufjarskipti vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar og úrvinnslu.
Fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar s.l. utan dagskrárliðar 7 staðfest með 9 atkvæðum.

2.1

1602052 - Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL

2.2

1702088 - Skýrsla um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga

2.3

1306017 - Menningarstefna

2.4

1702057 - Endurskoðun samninga við Fjölís

2.5

1702020 - Frá foreldrafélögum leikskólana í Fjarðabyggð - hækkun mótmælt

2.6

1702056 - Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar

Dagskrárlið er vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Samþykkt með 9 atkvæðum.

2.7

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

2.8

1607068 - Ósk um greiðslu aksturspeninga til og frá vinnu

2.9

1702073 - Beiðni um rekstrarstyrk - Tryggvasafn

2.10

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

2.11

1702018 - Búðavegur 35 - stefna

2.12

1702087 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

2.13

1612017 - Fiskeldi í Fjarðabyggð

2.14

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

2.15

1702082 - 128.mál til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga

2.16

1702075 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017

2.17

- Menningar- og safnanefnd - 29

2.18

- Fræðslunefnd - 37

2.19

- Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 168

3.

1702004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 168

Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. febrúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

3.1

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

3.2

1701233 - Landbrot - gömlu ruslahaugarnir í Hólmanesi

3.3

1606126 - Landsáætlun og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

3.4

1612066 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017

3.5

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

3.6

1702054 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Vatnsveita Fannardalur

3.7

1702053 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Vatnsveita Eskifjarðardalur

3.8

1702052 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Kirkjumelur

3.9

1604014 - Samningur Veraldarvinir í Fjarðabyggð

3.10

1702038 - Gjaldskrá 2017 samþykkt - Strætisvagnar Austurlands

3.11

1701237 - Varðar auknar sýnatökur af neysluvatni sem er geislað

3.12

1701199 - Skipulagslýsing Breiðdalshrepps

3.13

1611050 - 755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1

3.14

1701099 - 735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði

3.15

1701100 - Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis

3.16

1701140 - 740 Nesbakki 3, Byggingarleyfi - Svalalokun

3.17

1702027 - 735 Strandgata 88 - byggingarleyfi - sjóhús

3.18

1702028 - 735 Strandgata 122 - byggingarleyfi - utanhúss klæðning

3.19

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

3.20

1702061 - 740 Marbakki 5, Byggingarleyfi - garðhús

3.21

1701067 - 735 Bleiksárhlíð 56 - Endurnýjun á lóðarleigusamning

3.22

1701066 - 740 Blómsturvellir 26-32 - Endurnýjun á lóðaleigusamning

3.23

1702035 - 755 Hvalnes við Stöðvarfjörð - Beiðni um framkvæmdarleyfi v. grjótnáms

3.24

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

3.25

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

3.26

1702018 - Búðavegur 35 - stefna

3.27

1508067 - Kauptilboð - Skólavegur 98-112 grunnur Fáskrúðsfirði.

4.

1701017F - Hafnarstjórn - 173

Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórar frá 1.febrúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

4.1

1612109 - Skoðun á möguleikum á aðstöðu í landi vegna laxeldis

5.

1702003F - Fræðslunefnd - 37

Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar frá 8. febrúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

5.1

1611105 - Heimsókn í skólastofnanir

5.2

1701123 - Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS

5.3

1702020 - Frá foreldrafélögum leikskólana í Fjarðabyggð - hækkun mótmælt

5.4

1406154 - Málefni flóttafólks 2015

6.

1702002F - Menningar- og safnanefnd - 29

Til máls tóku: Esther Ösp Gunnarsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 8. febrúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

6.1

1306017 - Menningarstefna Fjarðabyggðar

6.2

1605155 - Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar

6.3

1701124 - Eistnaflug 2017

6.4

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

6.5

1701129 - Umsókn um styrk vegna húsaleigu í tengslum við leiksýningu í Egilsbúð

 

 

 

7.

1701210 – Viðauki við lánasamning Íslandsbanka nr. 106527.

Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði.
Viðauka er vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar.
Viðaukinn felur í sér breytingu á fjárhagsskilyrðum í viðauka við eldri lánasamning við Íslandsbanka, nr. 106527. Breytingin í viðaukanum við lánasamninginn felst í rýmkuðum fjárhagsskilyrðum þannig að út fellur krafa um að veltu fé frá rekstri sem hlutfall heildartekna A hluta skuli vera hærra en 9%. Niðurfelling skilyrðisins rýmkar stöðu Fjarðabyggðar. Allir lánasamningar við Íslandsbanka eru þá með sömu fjárhagslegu skilyrðin.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauki við lánsamning nr. 106527 við Íslandsbanka.

8.

1701099 - 735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði

Forseti fylgdi skipulags- og matslýsingu úr hlaði.
Engin tók til máls.
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags fyrir Eskifjörð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar skipulags- og matslýsingu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum skipulags- og matslýsingu fyrir þéttbýli aðalskipulags fyrir Eskifjörð.

9.

1701100 - Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis

Forseti bæjarstjórnar fylgdi skipulags- og matslýsingu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar og hafnarsvæðis sunnan Strandgötu á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar skipulags- og matslýsingu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum skipulags og matslýsingu vegna deiliskipulags Leiru 1.

10.

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Fyrir liggur umsókn Egersund hf., frá 17. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að reisa dúkklætt stálgrindarhús á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 12 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áformaða 6 metra vegghæð byggingar en vísar til bæjararstjórnar staðfestingu þeirra ákvörðunar sbr. 4. gr. almennra skipulags- og byggingarskilmála þar sem hún er 4,5, metrar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum heimild fyrir aukinni vegghæð í 6 metra.

11.

1306017 - Menningarstefna

Bæjarstjóri fylgdi menningarstefnu Fjarðabyggðar og samstarfssamningi milli Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands úr hlaði.
Menningar- og safnanefnd og bæjarráð hafa samþykkt Menningarstefnu Fjarðabyggðar og samstarfssamning milli Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Fjarðabyggðar ásamt starfslýsingu starfsmanns Menningarstofu. Stefnu og samstarfssamningi er vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson,Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samstarfssamningi og menningarstefnu Fjarðabyggðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Esther Ösp Gunnarsdóttir vakti athygli á því að Eistnaflugshátíðin hefði hlotið Eyrarrósina.

Bæjarstjórn sendir bestu hamingjuóskir til aðstandenda Eistnaflugshátíðarinnar í tilefni af því að hátíðin hlaut Eyrarósina 2017.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.