mobile navigation trigger mobile search trigger
04.05.2017

222. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 222. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

4. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Valdimar O Hermannsson aðalmaður, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir varamaður, Ragnar Sigurðsson varamaður, Einar Már Sigurðarson varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá. Á dagskrá fundar verði teknar reglur um leigulönd í Fjarðabyggð, mál nr. 1610078. Samþykkti bæjarstjórn dagskrártillögu samhljóða. 

Dagskrá: 

1.

1704012F - Bæjarráð – 519

Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 2. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.

1.1

1704104 - Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún

1.2

1704107 - Lóðirnar Skólavegur 28 og 30 á Fáskrúðsfirði

1.3

1704092 - 730 Hafnargata 1 - umsókn um stækkun lóðar

1.4

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

1.5

1604018 - Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016

1.6

1702050 - Ráðning félagsmálastjóra 2017

1.7

1704115 - Uppsögn á starfi atvinnu- og þróunarstjóri

1.8

1703120 - Stefnumótun í fiskeldismálum

1.9

1702078 - Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur

1.10

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

1.11

1702133 - Fab Lab í Fjarðabyggð

1.12

1704134 - Kynnisferð til Noregs vegna fiskeldismála

1.13

1204008 - Íbúafundir og viðtalstímar bæjarfulltrúa

1.14

1703203 - Aðalfundur Austurbrúar 2017 - Ósk um tilnefningar til stjórnar Austurbrúar ses

1.15

1701059 - Fundargerðir stjórnar SSA 2017

1.16

- Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 174

2.

1704009F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 174

Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. apríl staðfest með 9 atkvæðum.

2.1

1604018 - Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016

2.2

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

2.3

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

2.4

1704092 - 730 Hafnargata 1 - umsókn um stækkun lóðar

2.5

1303010 - Norðfjarðargöng - umsókn um framkvæmdaleyfi

2.6

1704100 - Hraðakstur við leikskólann Dalborg Eskifirði

2.7

1704063 - 333. mál til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir dyrkkjarvörur(EES-Reglur ofl.)

2.8

1702115 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

2.9

1703119 - Útboð á viðhaldsmálum grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

2.10

1703037 - Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)

2.11

1311150 - Búlandsborgir Norðfirði

3.

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð úr hlaði. Drögunum er vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa lögreglusamþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.

1604018 - Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016

Forseti bæjarstjórnar fylgdi drögum að endurskoðun á umferðarsamþykkt úr hlaði.
Drögunum er vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tók Valdimar O Hermannsson.
Bæjarstjórn samþykktir með 9 atkvæðum að vísa endurskoðun umferðarsamþykktar til síðari umræðu.

5.

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

Dagskrárliður tekinn til afgreiðslu með afbrigðum.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að breytingum á reglum um leigulönd.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir að næsti fundur bæjarstjórnar verði í Mjóafirði 18. maí nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50.