mobile navigation trigger mobile search trigger
19.10.2016

1. fundur ungmennaráðs veturinn 2016 - 2017

1. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS OG ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚA

VETURINN 2016 – 2017

HALDINN MIÐVIKUDAGINN

19. OKTÓBER 2016

15:30 – 16:50

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

 

Mætt voru Daði Þór Jóhannsson, Katrín Björg Pálsdóttir, Jóhanna Lind Stefánsdóttir Hlynur Örn Helgason, Alexandra Elíasdóttir, Bóas Kár Garski Ketilsson, Sara Rut Vilbergsdóttir, Anya Hrund Shaddock og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Stjórnsýslukynning og samþykkt ungmennaráðs

Starfsmaður ungmennaráðs var með kynningu á stjórnsýslunni og las svo upp úr samþykkt um Ungmennaráð Fjarðabyggðar fyrir ungmennaráðsmeðlimi. Í kjölfarið voru einstök atriði samþykktarinnar rædd.

  1. Skuggakosningar vegna Alþingiskosninga

Ungmennaráð leggur til að skuggakosningar verði haldnar í hverri kjördeild samhliða Alþingiskosningunum.

  1. Dagskrá vetararins og næstu fundir ungmennaráðs og tímasetningar

Ákveðið var að halda fundi ungmennaráðs á fimmtudögum. Næsti fundur verður  fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15:30.

Á meðal þess sem er á dagskrá Ungmennaráðs í vetur:

  • Bréf til fastanefnda, aðalmenn og embættismenn
  • Ungt fólk og lýðræði í mars
  • Leiðtoganámskeið
  • Fundur með bæjarráði og bæjarstjórn

 

  1. Skýrsla Rannsóknar og Greiningar um lýðheilsu ungs fólks í Fjarðabyggð

 

Fyrir liggur skýrsla Rannsóknar og Greiningar um lýðheilsu ungs fólks í Fjarðabyggð. Skýrslan birtir niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal nemenda í 8.-10. bekk grunnskóla í febrúar 2016. Birtur er samanburður á Fjarðabyggð, Höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Í heild eru niðurstöðurnar mjög jákvæðar og flott ungt fólk bæði hér í Fjarðabyggð sem annars staðar á landinu. Vímuefnaneysla er mjög lítil og það á við um tóbak, áfengi sem og önnur vímuefni. Íþrótta- og tómstundaþátttaka er mikil og nemendur telja sig örugga í því umhverfi sem þeir eru í dags daglega. Nemendur eru í góðum og miklum samskiptum við foreldra og samband þeirra við kennara er gott og er mun betra en það mældist 2014. Flestum nemendum líður vel í skólanum, en þó skera stúlkur í 8. bekk sig úr en þar er líðan í skóla ekki nægilega góð. Í niðurstöðunum kemur fram að nemendur telja lestrarörðugleika hafa hamlandi áhrif á námsframmistöðu sína og það er meira hér í Fjarðabyggð en hjá nemendum annars staðar á landinu. Það er vaxandi kvíði og þunglyndi meðal stelpna á landinu öllu og þar eru stelpur í Fjarðabyggð ekki undantekning, sem er áhyggjuefni, en einnig svefn nemenda sem er of lítill, en um 30 - 40% nemenda sofa 7 klst eða minna á sólarhring, aðeins misjafnt eftir árgöngum. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og lítils svefns og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundum með foreldrum grunnskóla þriðjudaginn 27. september. Haldnir voru tveir fundir í Fjarðabyggð, á Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Samtals mættu rúmlega 30 manns. Á vel lukkuðu málþingi um geðrækt sem haldið var laugardaginn 1. október í Grunnskóla Reyðarfjarðar var einnig farið yfir niðurstöður. Á málþingið mættu um 130 manns víðs vegar að af Austurlandi.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:42

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson