mobile navigation trigger mobile search trigger
12.05.2015

118. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118. fundur 
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, laugardaginn 9. maí 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir sem var í síma og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 - 11 og 25

Dagskrá:

1.  1505043 - 715 Selhella(Mjóafjarðarvegur)- Byggingarleyfi - Breyta sjóhúsum í sumarhús og sólpallar
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sólveigar Berg Emilsdóttur,dagsett 5. maí 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að endurbyggja og breyta sjóhúsi/íbúðarhúsi og bátahúsi við Selhellu í Mjóafirði í sumarhús með tilheyrandi pöllum.  Teikningar eru frá Yrki Arkitektum ehf, aðalhönnuður er Sólveig Berg Emilsdóttir.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
2.  1504194 - 730 Hraun 4 - byggingarleyfi - breyting á glugga
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar hjá Trévangi fh. Eimskip Ísland ehf, dagsett 27. apríl 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að bæta við fjórum opnanlegum fögum á framhlið húss félagsins að Hrauni 4 á Mjóeyri í Reyðarfirði. Teikningar eru frá Trévangi ehf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
3.  1504162 - Endurnýjaður lóðarleigusamningur
 Lagður fram tölvupóstur Árdísar Guðborgar Aðalsteinsdóttur og Guðmundar Karls Bóassonar, dagsettur 22. apríl 2015,þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamningu um lóð þeirra að Austurvegi 7 á Reyðarfirði.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að nýr lóðarleigusamningur í verði gerður fyrir Austurveg 7 í samræmi við deiliskipulag á svæðinu.
   
4.  1411072 - Stækkun plans á Strandgötu 62 740 Neskaupstað
 Lagðir fram tölvupóstar Hjörleifs Gunnlaugssonar, dagsettir 6. nóvember 2014 og 27. apríl 2015,þar sem óskað er eftir stækkun lóðar Strandgötu 62 á Norðfirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 4. maí 2015 vegna skipulagsmála svæðisins.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni um stækkun lóðar þar sem áform bréfritara stangast á við skipulag svæðisins. Jafnframt er bréfritara gert að fjarlægja gáma og búnað sem stendur utan lóðarmarka hússins
   
5.  1505063 - 740 Melagata 10 Byggingarleyfi - dyraskýli
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jolantu Malgorzata Idzikowska, dagsett 26. apríl 2015, þar sem sótt er um leyfi til að klæða hús hennar, að Melagötu 10 á Norðfirði, að utan ásamt uppsetningu á dyraskýli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
6.  1505004 - 750 Skólavegur 16 - Byggingarleyfi - skipt um glugga og hurð
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þorgríms Sverrissonar, dagsett 28. apríl 2015, þar sem sótt er um leyfi til að skipta um glugga og hurð á húsi hans að Skólavegi 16 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
7.  1504123 - 755 Borgargerði 16 - Byggingarleyfi - bílskúr
 Lagt fram ódagsett bréf Arnar Ingólfssonar, Borgargerði 16 á Stöðvarfirði, þar óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til stækkunar á bílskúr við hús hans. Erindinu var áður frestað á 117. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hægt sé að gera ráð fyrir stækkun bílskúrs við Borgargerði 16 á Stöðvarfirði miðað við fyrirliggjandi gögn.
   
8.  1504143 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags
 Lagt fram erindi frá Fljótsdashéraði, dagsett 17. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 og gerð deiliskipulags fyrir íbúðabyggð í landi Uppsala, norðan Egilsstaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
   
9.  1502071 - Beiðni um upplýsingar og gögn vegna tveggja kærumála - Fjörður 1 í Mjóafirði
 Samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur byggingarleyfi vegna rafstöðarhúss við Fjörð 1 í Mjóafirði verið ógilt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að rita framkvæmdaðila bréf, þar sem honum er veittur hæfilegur frestur til að andmæla vegna mögulegrar ákvörðunar um niðurrif byggingarinnar og beitingu viðeigandi þvingunarúrræða, sbr. 55. gr. mannvirkjalaga, nr. 160/2010.
   
10.  1504197 - Umsókn um bogfimiæfingarsvæði við Leirubakka 9 og 11
 Lagður fram tölvupóstur Helga Rafnssonar, f.h. bogfimideildar Skotíþróttafélagsins Dreka, dagsettur 28. apríl 2015 þar sem óskað eftir heimild til að vera með bogfimiæfingar á lóðunum við Leirukrók 9 og 11 á Eskifirði frá 1. júní 2015 til 1. september 2015 líkt og síðastliðið ár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.
   
11.  1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.
 Framlagt bréf Skipulagsstofnunar um samkeppni sem er hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi. Sveitarfélögum og öðrum forsvarsaðilum svæða, svo sem fasteigna- og þróunarfélögum, gefst nú kostur á að tilnefna svæði til þátttöku í norrænni skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tilnefnir ekki svæði til þátttöku í samkeppninni að þessu sinni.
   
12.  1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru
 Lagt fram bréf Sigurjóns Baldurssonar, dagsett 23. apríl 2015, varðandi hrossabeit í landi Kollaleiru.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að ræða við viðkomandi hrossaeigendur og forsvarsmenn golfklúbbsins um lausn á málinu.
   
13.  1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016,
 Lögð fram, til umsagnar þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 
14.  1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),
 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.
   
15.  1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta
 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.
   
16.  1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
 Lagður fram tölvupóstur frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsettur 22. apríl 2015, varðandi tilboð sem bárust í framkvæmdir við Hlíðarendaá og útgáfu framkvæmdaleyfis.
Nefndin leggur til að lægsta tilboði, sem er frá Héraðsverki, verði tekið og felur mannvirkjastjóra að senda svar til Framvkæmdasýslu ríkisins. Einnig felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
17.  1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald
 Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
   
18.  1504053 - Dúfur á Reyðarfirði
 Framlagður undirskriftarlisti forsvarsmanna fyrirtækja á Reyðarfirði þar sem óskað er eftir að gripið verði til ráðstafana til að stemma stigu við vaxandi fjölda dúfna. Málinu var vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og að óskað yrði eftir umsögn frá NA og HAUST. Umsögn hefur borist frá NA en málinu er frestað þar til umsögn hefur borist frá HAUST.
   
19.  1503029 - Vorbæklingur 2015
 Lögð fram til kynningar tillaga af efni vorbæklings framkvæmdarsviðs 2015.

20.  1502096 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2015
 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 122. fundi Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
   
21.  1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015
 Lagt fram bréf Jóhannesar Elíassonar, dagsett 4. maí 2015, þar sem gerð er athugasemd við úthlutun reksturs tjaldsvæða í Fjarðabyggð.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að svara bréfritara.
   
22.  1504177 - Aukið fjármagn til viðhalds búnaðar og húsnæðis félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð
 Mál sem vísað var frá fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Nefndin felur sviðsstjóra að gera minnisblað um málið fyrir næsta fund.
   
23.  1504180 - Kynding og einangrun í Fjarðabyggðarhöllina
 Mál sem vísað var frá fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Nefndin felur sviðsstjóra að gera minnisblað um málið fyrir næsta fund.
   
24.  1504182 - Líf í tómu húsin
 Mál sem vísað var frá fundi bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Nefndin felur sviðsstjóra að gera minnisblað um málið fyrir næsta fund.
   
25.  1505005F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 67
 Samþykkt
 25.1. 1505055 - 755 Bankastræti 1 - Umsókn um stöðuleyfi - skrifstofugámur
  Samþykkt
 
 25.2. 1504151 - Fjarðabraut 40b - Umsókn um stöðuleyfi- gámur
  Samþykkt

26.  1505001F - Landbúnaðarnefnd - 13
 Samþykkt
 26.1. 1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð
  Samþykkt
 
 26.2. 1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar
  Samþykkt
 
  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.