mobile navigation trigger mobile search trigger
24.06.2015

121. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 121. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 22. júní 2015

og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Einar Már Sigurðarson, Margrét Þorvaldsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir og Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri.

Dýrunn Pála Skaftadóttir var í símasambandi.

Svanhvít Yngvadóttir boðaði ekki forföll.

Valur Sveinsson sat fundinn.

Dagskrá:

1.

1506113 - 730 Kollaleira 2 - Byggingarleyfi - Kirkja

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Péturs Burcher fh. Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, dagsett 15. júní 2015, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116,1 m2 og 411,3 m3 kirkju á lóð Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi við Kollaleiru 2 á Reyðarfirði. Hönnuður er Kristinn Ragnarsson arkitekt. Byggingarstjóri er Jóhannes Halldórsson. Kollaleira 2 er innan reits S1 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 þar sem meðal annars er gert ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu svæðisins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

2.

1506109 - 740 Stekkjargötu 3 (Hvammur) Endurnýjun á lóðaleigusamningi

Lagður fram tölvupóstur Hallbjargar Eyþórsdóttur og Stefáns Pálmasonar, dagsettur 15. júní 2015 þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Stekkjargötu 3 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði samkvæmt deiliskipulagi svæðisins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við skipulag og lóðarblað.

 

3.

1506119 - 750 Dalir - Vélageymsla - Byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ármanns Elíssonar, dagsett 16. júní 2015, þar sem sótt er um leyfi til að byggja vélageymslu á bújörðinni Dölum í Fáskrúðsfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

4.

1506043 - Undirbúningur framkvæmda vegna endurnýjunar á jarðstrengjum í Reyðarfirði og Eskifirði

Lagt fram bréf Árna Jóns Elíassonar fh. Landsnets hf, dagssett 2. júní 2015, þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar á því hvort fyrirhugaðar lagnaleiðir vegna endurnýjunar jarðstrengja í Stuðlalínu 2, Eskifjarðarlínu 1 og Neskaupstaðarlínu 1 við tengivirkið á Eskifirði samræmist aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhugaðar lagnaleiðir séu í samræmi við aðalskipulag. Nefndin telur jafnframt að réttast sé að fara leið 1 í endurnýjun jarðstrengs í Stuðlalínu 2 en í stað þess að fara undir Eskifjarðará yrði farið með göngustíg á nýrri landfyllingu að núverandi Norðfjarðarvegi og þaðan að endamastri við botn fjarðarins.

 

5.

1505057 - 730 Mánagata 27 - Lóðarleigusamningur - endurnýjun

Lagður fram tölvupóstur Ínu Katrínar S. Walters og Kristbjörns Poulsen, dagsettur 7. maí 2015 þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Mánagötu 27 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.

 

6.

1505167 - Leyfi til að vinna og útfæra svæði við Ytri Þverá

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Eskifjarðar og Íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 19. júní 2015, varðandi gróðursetningu svokallaðra Vigdísartrjáa við Ytri Þverá. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir gróðursetningu trjánna og að staðsetning verði valin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

7.

1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði

Auglýsingartími er liðinn. Ein athugasemd barst. Lagt fram til kynningar.

 

8.

1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá

Lögð fram tillaga að breytingu á áður grenndarkynntu snúningssvæði fyrir almenningssamgöngur neðan Strandgötu 79b. Breytingin fellst í að snúningssvæðið er fært niður fyrir Strandgötu. Nýta á efni sem fjarlægja á úr árfarvegi Hlíðarendaár í fyllingu fyrir snúningssvæðið. Nefndin samþykkir nýja útfærslu á snúningssvæði fyrir almenningssamgöngur.

 

9.

1506131 - Rarik óskar eftir umsögn um lóð fyrir spennistöð við Naustahvamm

Lagður fram tölvupóstur Finns Freys Magnússonar fh. Rarik, dagsettur 12. júlí 2015, þar sem óskað er eftir lóð fyrir nýja spennistöð við Naustahvamm 60 á Norðfirði. Samþykki lóðarhafa Naustahvamms 60 liggur fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthlutað verði lóð undir spennistöð á horni Naustahvamms og Vindheimanausts og að deiliskipulagi verði breytt til samræmis. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.

 

10.

1411160 - Ósk eftir fundi vegna útsent bréf um stöðuleyfi gáma og annara lausafjármuna í Fjarðabyggð

Lagður fram tölvupóstur Agnars Bóassonar,Jóns Ólafs Eiðssonar og Heiðars Ferdinantssonar, dagsettur 25. mars 2015, með nokkrum spurningum vegna bréfs sem sent var til fyritækja og einstaklinga sem eru með gáma og annað lausafé á iðnaðarlóðum. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bréfriturum verið svarað í samræmi við minnisblað.

 

11.

1506134 - 750 Skólavegur 94a - Byggingarleyfi - breytingar á húsnæði

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Geirssonar, dagsett 20. júní 2015, þar sem sótt er um leyfi til að fella léttan millivegg og setja gönguhurð í stað glugga á húsi hans að Skólavegi 94a á Fáskrúðsfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

12.

1506128 - Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Eskju hf.

Lögð fram til kynningar auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir fiskimjölsverksmiðju Eskju hf.

 

13.

1506132 - Fyllingarefni á lóðir sunnan fiskimjölsverksmiðju Eskju

Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra, dagsett 19. maí 2015, varðandi fyllingarefni á lóðir sunnan fiskimjölsverksmiðju Eskju. Nefndin samþykkir tillögu mannvirkjastjóra um að láta keyra í lóðirnar í samráði við fulltrúa Eskju

 

Þar sem þetta er síðasti fundur Eiðs Ragnarssonar þakka aðrir nefndamenn og starfsmenn honum samstarfið og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.