mobile navigation trigger mobile search trigger
13.07.2015

122. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 122. fundur 
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 13. júlí 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri.

Svanhvít Yngvadóttir var í síma.
Ólöf Vilbergsdóttir sat fundinn undir liðum 1 til 3.
Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 3 til 28.

Dagskrá:

1.  1507066 - Verkefni í úrgangsmálum í Fjarðabyggð
 Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir núverandi stöðu í úrgangsmálum og helstu verkefni sem framundan eru.
   
2.  1506186 - Ósk um eyðingu meindýra í Fólkvangi Neskaupstaðar - Nípan 2015
 Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Valgeiri Jóhannessyni, dagsettur 30. júní 2015, varðandi eyðingu meindýra í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með sama hætti og verið hefur undanfarin ár.
   
3.  1507065 - Umgengni á lóðum í Fjarðabyggð
 Lagt fram minniblað verkefnastjóra umhverfismála, dags. 10. júlí 2015, varðandi umgengni á lóðum í sveitafélaginu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að ráðist verði í átak til að bæta umgengni á lóðum í sveitarfélaginu og felur framkvæmdasviði að vinna málið áfram.
   
4.  1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
 Auglýsingartími er liðinn, athugasemd barst frá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar.
Nefndin ræddi málin og frestar afgreiðslu.
 

 
 
5.  1109100 - 730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
 Auglýsingartími er liðinn, athugasemd barst frá Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar.
Nefndin ræddi málin og frestar afgreiðslu.
   
6.  1502042 - 735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
 Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Hlíðarenda á Eskifirði ásamt greinagerð.
   
7.  1507069 - 750 Hafnarsvæði 5 - Breyting á deiliskipulagi
 Lagður fram tölvupóstur Elís Eiríkssonar hjá Eflu hf, fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsettur 10. júlí 2015, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi hafnarsvæðis 5 á Fáskrúðsfirði verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir sameiningu- og breytingu lóða svo hægt verði að koma fyrir frystigeymslu við Hafnargötu 1a.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulaginu verið breytt og að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt á lóðum Hafnargötu 1, 1a, 1b, 3, 3a og hjá Hafnarsjóði Fjarðabyggðar.
   
8.  1507001 - 730 Búðareyri 28 - Byggingarleyfi - stækkun húsnæðis
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Halldórssonar fh. Skeljungs hf, dagsett 30. júní 2015, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við og stækka verslunarhús félagsins að Búðareyri 28 á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Vigfús Halldórsson, stækkun er 23,6 m2 og 87,9 m3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
9.  1405005 - 735 Eskifjarðasel - byggingarleyfi - Hesthús
 Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dagsett 29. júní 2015, vegna beiðnar Fjarðabyggðar um undanþágu fyrir byggingu hesthúss innan grannsvæðis vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði. Ráðuneytið hafnar beiðni Fjarðabyggðar um undanþágu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra í samstarfi við bæjarstjóra að vinna málið áfram með tilliti til andmælaréttar.
   
 

10.  1505125 - Strandgata 71a - Byggingarleyfi - byggja ofan á bílskúr
 Grenndarkynningu, vegna byggingarleyfisumsóknar Hafliða Friðbergs Reynissonar fh. Friðberg ehf, dagsett 20. maí 2015, þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja ofan á bílskúr á húsi fyrirtækisins að Strandgötu 71a á Eskifirði, er lokið.
Engar athugasemdir bárust. Samþykkt var að grenndarkynna umsóknina á 119. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
11.  1201257 - 750-ófrágengnir sökklar við Skólaveg 98-112 og Hlíðargötu 68-80
 Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra, dagsett 13. júlí 2015, vegna ófrágenginna sökkla við Skólaveg 98 ? 112 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umherfisnefnd samþykkir að sökklarnir verði auglýstir með áberandi hætti og leitað eftir því að koma þeim í not.
   
12.  1507062 - 755 Bólsvör 6 - Umsókn um lóð
 Lögð fram lóðarumsókn Steinþórs Péturssonar fh. Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 9. júlí 2015, þar sem sótt er um lóðina Bólsvör 6 á Stöðvarfirði til að byggja geymslu og salernisaðstöðu. Fyrirhugaða notkun er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Hafnarsjóði lóðinni að Bólsvör 6 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
   
13.  1507063 - 755 Bólsvör Byggingarleyfi - geymsla og salernisaðstaða
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Steinþórs Péturssonar fh Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 9. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 23,1 m2 og 65,3 m3 geymslu og salernisaðstöðu að Bólsvör 6 á Stöðvarfirði. Teikningar eru frá Onyx ehf, aðalhönnuður er Brynjar Daníelsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
   
14.  1506187 - 735 Leirukrókur 9 - umsókn um lóð
 Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar fh. Eskju hf, dagsett 23. júní 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók 9 á Eskifirði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirukróki 9 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
   
15.  1506188 - 735 Leirukrókur 11 - umsókn um lóð
 Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar fh. Eskju hf, dagsett 23. júní 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók 11 á Eskifirði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirukróki 11 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
   
16.  1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum
 Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni, dagsettur 10. júlí 2015, varðandi nýja tillögu um frágang á efni úr Norðfjarðargöngum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna.
   
17.  1506043 - Undirbúningur framkvæmda vegna endurnýjunar á jarðstrengjum í Reyðarfirði og Eskifirði
 Lagt fram minnisblað Þóris Þórissonar hjá Eflu hf. unnið fyrir Landsnet hf, dagsett 10. júlí 2015, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu að legu jarðstrengs sem tilheyrir Stuðlalínu 2 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða lagnaleið.
   
18.  1506136 - Framtíðar brennustæði fyrir áramótabrennu á Eskifirði
 Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 22. júní 2015, varðandi framtíðar brennustæði fyrir áramótabrennur á Eskifirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara erindið en telur ekki þörf á að festa staðsetningu brennustæðis í skipulögum.
   
19.  1507068 - Framtíðarsvæði tjaldsvæða á Eskifirði
 Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 9. júlí 2015, varðandi framtíð tjaldsvæða á Eskifirði.
Tjaldsvæðið á Eskifirði er innan reits O3 samkvæmt þéttbýlisuppdrætti fyrir Eskifjörð í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Ekki er gert ráð fyrir færslu tjaldsvæðisins að sinni en málið verður rætt innan stjórnsýslunnar. ESU gerir það að tillögu sinni að bæjarstjórn skipi starfshóp um málið.
   
 

20.  1506135 - Hjáleið út í Hólmanes
 Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 22. júní 2015, varðandi gönguleiðir og aðkomu að gönguleiðum út í Hólmanes.
Deiliskipulag Norðfjarðarvegar að gangamunna Eskifjarðarmegin gerir ráð fyrir áningarstað sunnan Eskifjarðar og göngustíg frá honum að stígum sem deiliskipulag Hólmaness gera ráð fyrir í Hólmanesi. Ekki er gert ráð fyrir umferð bíla eða annrri stígagerð á þessu svæði. Áningarstaðurinn verður útfærður í samræmi við deiliskipulag.
   
21.  1505167 - Leyfi til að vinna og útfæra svæði við Ytri Þverá
 Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Eskifjarðar og Íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 9. júlí 2015, varðandi skógræktar- og útivistarsvæði við Ytri Þverá.
Umrætt svæði er innan skilgreinds landbúnaðarsvæðis samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og er innan grannsvæðis Vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um útfærslu á skógrækt á svæðinu með þeim takmörkunum sem grannsvæði vatnsveitu krefst.
   
22.  1311189 - 735 Ofanflóðvarnir í Bleiksá
 Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr 12. Uppbyggingu varnarmannvirkja er lokið og verið er að vinna að lokafrágangi. Áætluð verklok eru 15. ágúst 2015
   
23.  1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
 Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá rýnis- og ræsifundum sem haldnir voru 24. júní 2015 vegna fyrirhugaðra framkvæmda í og við Hlíðarendaá. Framkvæmdir eru hafnar og áætluð verklok eru 30. nóvember 2015
   
24.  0903071 - Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði
 Lögð fram til kynningar fundargerð 62 verkfundar sem haldinn var 24. júní 2015. Framkvæmdir eru langt komnar. Unnið er að yfirborðsfrágangi og eru áætluð verklok 1. september 2015
   
25.  1505147 - Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016
 Lagður fram til kynningar viðauki við samning um refaveiðar 2014 - 2016
   
 

26.  1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015
 Lögð fram tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 7. júlí 2015, varðandi hækkun gjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna.
   
27.  1507074 - 740 Blómsturvellir 45 Byggingarleyfi - klæða hús að utan með sléttu áli
 Lögð fram byggingarleyfisumsókn Tómsar R Zoega, dagsett 13. júlí 2015, þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða Blómsturvelli 45 á Norðfirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
   
28.  1507004F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 69
 Samþykkt
 28.1. 1507020 - Umsókn um stöðuleyfi - Helgustaðanáma
  Samþykkt
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.