mobile navigation trigger mobile search trigger
25.01.2016

136. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 136. fundur  

 haldinn í Egilsbraut 1, Neskaupstað, mánudaginn 25. janúar 2016

og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Ragnar Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Karlsdóttir. Einnig sátu fundinn Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi og  Marinó Stefánsson sviðstjóri, framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs

Fundargerð ritaði Marinó Stefánsson, Sviðstjóri, framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs.

Marinó Stefánsson sat fundarliði 1-7 og ritaði þá fundargerð. Vék síðan af fundi. Valur Sveinsson tók við fundarritun eftir 7. fundarlið.

Dagskrá:

1.

1601150 - Aðalfundur Samorku 19.febrúar 2016

Lagðar fram upplýsingar til kynningar um aðalfund Samorku.
Fulltrúi sviðsins mætir á aðalfund Samorku.

 

2.

1601195 - Sköpunargleði - heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir.

Lagðar fram hugmyndir Halldóru Birtu Sigfúsdóttur um hjólastíg í Fjarðabyggð en um er að ræða stutta ritgerð sem hún fékk nýlega viðurkenningu fyrir.
Erindi Halldóru birtu er vísað til vinnuhóps sem er að vinna að framtíðarskipulagi hjólreiða- og göngustíga í Fjarðabyggð.

 

3.

1601207 - Wapp gönguapp fyrir snjallsíma - samráð við Fjarðabyggð

Leiðarlýsingarnar eru byggðar á gps punktum, með kortagrunni frá Samsýn og auk þess eru
upplýsingapunktar á leiðinni sem veita upplýsingar um það sem ástæða þykir til að segja frá s.s. um lífríki, jarðfræði, örnefni eða annað sögulegt sem tengist umhverfinu. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðstjóra að ræða við bréfritara um framhald málssins

 

 

 

4.

1601208 - Fagraeyri - Upplýsingaskilti um hvalstöðina við Fögrueyri í Fáskrúðsfirði

Óskað er eftir áliti og aðkomu Fjarðabyggðar að fyrirhugaðri uppsetningu á upplýsingaskilti um hvalstöðina við Fögrueyri, við Suðurfjarðaveg í Fáskrúðsfirði. Fagraeyri er niðri við sjó á jörð Víkurgerðis, milli Víkur og Eyrar. Umrætt skilti kæmi til með að standa á uppflyllingu fyrir neðan veg eða við vegslóða sem er til staðar niður á eyrina. Vegsýn á svæðinu er mjög góð og ekki nærliggjandi blindhæð eða blindbeygja. Til greina kemur að koma upp upplýsingaskilti um áhugaverðan stað 200 metrum frá fyrirhuguðu upplýsingaskilti.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn menningar- og safnanefnd um merkingu sögustaða í Fjarðabyggð.

 

5.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Til kynningar

 

6.

1601217 - Starfshópur um þróun almenningsamgangna á Austurlandi ( SvAust )

Til kynningar

 

7.

1601209 - Verkefni framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs 2016

kynning á framkvæmdum og verkefnum sviðsins.
Stærstu verkefnin eru bygging leikskólans í Neskaupstað og að halda utan um óveðurtjónin í dag.

 

8.

1510154 - 735 Deiliskipulag Leira 1, breyting - sameining lóða

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæðis sunnan Strandgötu, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 22 janúar 2016.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

9.

1511133 - Egilsstaðaflugvöllur-breyting á aðalskipulagi vegna stækkunar á flugvallarstæði

Lögð fram til kynningar, á vinnslustigi, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir stækkun á flugvallarsvæði Egilsstaðarflugvallar.

 

10.

1601120 - 740 Blómsturvellir 34 - Byggingarleyfi yfirbyggðar svalir

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Einars Sveins Sveinssonar, dagsett 12. janúar 2016, þar sem sótt er um leyfi að byggja 6 m2 og 15 m3 viðbyggingu yfir svalir við hús hans að Blómsturvöllum 34 á Norðfirði ásamt því að byggja nýjar svalir vestan við núverandi svalir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir

 

11.

1511081 - 740 Þiljuvellir 13 - byggingarleyfi - fluttningur á húsi.

Grenndarkynningu, vegna byggingarleyfisumsóknar Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 12. nóvember 2015, þar sem sótt var um leyfi að flytja Gamla Lúðvíkshúsið af núverandi lóð á Nesgötu á nýja lóð að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði, er lokið.
Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt var að grenndarkynna umsóknina á 132. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

12.

1601206 - 740 Hlíðargata 1a - Byggingarleyfi - geymsluhús/garðhýsi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Pjeturs St. Arasonar ásamt greinagerð, dagsett 20. janúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja gám við hús hans að Hlíðargötu 1a á Norðfirði sem garðskála og stoðvegg.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

13.

1601218 - Framkvæmdaleyfi til malarnáms í Sléttuá - Stuðlalína 2

Lögð fram efnistökuumsókn Einars Más Einarssonar, Verkís fh. Landsnets hf, dagsett 22. janúar 2016, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka 1.200 m3 af efni úr eyrum Sléttuár í Reyðarfirði. Samþykki landeiganda og Fiskistofu liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.

 

14.

1601006 - 730 Ægisgata 9 - Framlenging á lóðaleigusamningi

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Konráðsdóttur fh. Skútubergs ehf, dagsettur 23. desember 2015 og 13. janúar 2016, þar sem sótt er um að lóðarleigusamningur fyrir Ægisgötu 9 á Reyðarfirði verði endurnýjaður. Á lóðinni eru sementstankar.
Erindinu var frestað á 135. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við bæjarstóra að afla frekari upplýsinga hjá fyrirtækinu.

 

15.

1601192 - Auglýsingar utan þéttbýlis, eftirfylgni

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 15. janúar 2016, þar sem vakin er athygli á því að í gildi eru lög og reglugerð sem varða auglýsingar utan þéttbýls.

 

16.

1601068 - Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda afmörkun lóða

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga, dagsett 8.janúar 2016, vegna vinnu um samræmda lóðar afmörkun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við nálgun Sambandsins.

 

17.

1601133 - Hlutverk Mannvirkjastofnunar varðandi yfirferð hönnunargagna vegna álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði

Lögð fram til kynningar yfirlýsing Mannvirkjastofnunar, dagsett 13. janúar 2016, vegna aðkomu stofnunarinnar að yfirferð hönnunargagna tengdum byggingarleyfi Alcoa Fjarðaáls.

 

18.

1501221 - Umsókn um stöðuleyfi - starfsmannaaðstaða Eimskips

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips dagsett 25. janúar 2016 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar.
Nefndin samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn noti árið til að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn, hvort sem um er að ræða verktaka eða starfsmenn hafnarinnar.

 

19.

1412124 - 730 Hraun 6 - umsókn um lóð

Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás ehf sótti um lóð nr. 6 við Hraun þann 18. desember 2014 og er umsóknin fallin úr gildi í dag. Fyrirtækið hefur óskað eftir að hafa forgang að lóðinni fram undir árslok 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mælir með að við beiðninni verði orðið en komi umsókn um lóðina á tímabilinu verði Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás að svara strax hvort þeir hyggist taka lóðina.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.