mobile navigation trigger mobile search trigger
21.08.2015

14. fundur landbúnaðarnefndar

Landbúnaðarnefnd - 14. fundur  

haldinn í Molanum, föstudaginn 21. ágúst 2015

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu Sigurður Baldursson, Halldór Árni Jóhannsson, Ármann Elísson og Marsibil Erlendsdóttir.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri

Þórhalla Ágústsdóttir boðaði forföll.

Marsibil Erlendsdóttir var í síma.

Dagskrá:

 

1.

1508054 - Gangnaboð 2015

Landbúnaðarnefnd samþykkir að fjáreigendur verði gerðir ábyrgir fyrir fjallskilum á því landi sem þeir eiga fjárvon samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur. Bæjarstjórn tilnefnir Sigurð Baldursson fjallskilastjóra fyrir Fjarðabyggð. Fyrstu göngur skulu fara fram á tímabilinu 12. - 27. september 2015. Seinni göngum skal lokið fyrir 18. október 2015. Fyrir 6. nóvember 2015 mun fjallskilastjóri láta kanna og smala þá eyðistaði þar sem hugsanlega er fjárvon. Kostnaður af þeim eftirleitum greiðist úr fjallskilasjóði, kr. 18.000.- pr. dagsverk. Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd eftirfarandi tillögu fyrir haustið 2015 að skiptingu fjallskiladeildarinnar í gangnasvæði og skulu göngur fara fram eins og áður segir: Tilgreindir umsjónaraðilar eru gangnaforingjar: Norðfjarðarsvæði: Gangnastjóri er Axel Jónsson og Leifur Jónsson skal sjá um fjallskil frá Nípu að Fannardalsá. Guðröður Hákonarson skal sjá um fjallskil í Fannardal bæði norðan og sunnan ár. Þórður Júlíusson skal sjá um fjallskil í Seldal og Staðarháls. Sigfinnur Karlsson, Önundur Erlingsson, Jón Þór Aðalsteinsson og Viðar Guðmundsson skulu sjá um fjallskil sunnan Norðfjarðarár og Oddsdal. Á Hólaströnd sér um fjallskil: Valgeir Guðmundsson. Eskifjarðarsvæði: Halldór Jóhannsson er gangnastjóri og hefur umsjón með fjallskilum fyrir utan Hrafnadal og útúr eins og þörf er á, þó ekki í Viðfirði og Sandvík. Verði vart við fé í Viðfirði eða Sandvík, þá verður gerður út leiðangur til að ná í það. Magnús Guðnason hefur umsjón með fjallskilum frá Bleiksá að Helgustaðadal. Sjöfn Gunnarsdóttir umsjón með fjallskilum í Helgustaðadal og Hrafnadal. Hellisfjarðarsvæði: Lagt er til að allt Hellisfjarðarfjarðarsvæðið verði smalað samdægurs í samráði við gangnastjóra Eskifjarðarsvæðis. Tillaga að dagsetningu er 12. eða 13. september 2015, gangnastjórar verði þeir Önundur Erlingsson og Sigfinnur Karlsson og leggi þeir til 5 menn, Sjöfn Gunnarsdóttir leggi til 2 menn, Viðar Guðmundsson leggi til 2 menn, því til viðbótar leggi Fjarðabyggð til 5 dagsverk. Þá sjá um fyrirstöðu vestan Hrafnadals, Sjöfn Gunnarsdóttir og að austan Halldór Jóhannsson. Mjóifjörður: Marsibil Erlendsdóttir er gangnastjóri. Hún hefur umsjón með fjallskilum í Mjóafirði og samkvæmt samkomulagi þá munu Vallamenn smala sínu fé í Mjóafirði. Verði vart við fé á svæðinu frá Reykjadal að Nýpu í Mjóafirði að loknum göngum skal gera fjallskilastjóra viðvart.

Sunnan varnarlínu í Reyðarfirði munu fjáreigendur sjá um fjallskil eins og verið hefur. Fjáreigendur í Breiðdal sjái um smölun í Stöðvardal að Kambanesi. Gildir fyrir öll fjallskilasvæði: Þeir aðilar sem tilgreindir eru sem gangnaforingjar á sínu svæði geta kallað til aðra sem fjár eiga von á þeim svæðum sem þeim eru falin. Landbúnaðarnefnd Fjarðabyggðar hefur komið á þeirri vinnureglu að fjáreigendur eru ábyrgir fyrir fjallskilum á því landi sem þeir eiga fjárvon á samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur. Fjallskil á svæðinu frá Bleiká að Hjálpleysuá að sveitafélagsmörkum við Fljótsdalshérað, verið framkvæmd af fjáreigendum á Völlum í samráði við fjallskilastjóra Fjarðabyggðar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00.