mobile navigation trigger mobile search trigger
15.05.2015

14. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 14. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, miðvikudaginn 13. maí 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir, Elías Jónsson, Björgvin V Guðmundsson, Kristinn Þór Jónasson, Gunnlaugur Sverrisson og Pétur Þór Sörensson.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá:

1.

1306017 - Menningarstefna

Forstöðumaður safnastofnunar fór yfir vinnu við gerð menningarstefnu. Fimm tveggja til þriggja manna vinnuhópar voru skipaðir á síðasta fundi starfshópsins en fjórum fundum í starfshópnum er lokið. Verklok eru áætluð í haust.

 

2.

1311012 - Bæjarhátíðir 2015

Drög að samningum við bæjarhátíðirnar 17.júní, Franska Daga, Hernámsdaginn og Neistaflug, lögð fram og rædd. Menningar- og safnanefnd gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.

 

3.

1505058 - Ósk um heimild til breytingar á gjaldskrá safna

Minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar vegna óska um breytingu á afsláttarhluta gjaldskrá safna. Menningar- og safnanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að veittur verði 20% afsláttur þegar fleiri en eitt safn eru heimsótt.

 

4.

1504181 - Endurvakning á 1. maí bíó í félagsheimilunum

Ungmennaráð Fjarðabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn að hún beiti sér með einhverjum hætti fyrir því að 1. maí bíó verði endurvakið í Fjarðabyggð og félagsheimilin á hverjum stað nýtt til þess. Margir ungmennaráðsmeðlimir eiga góðar æskuminningar frá þeirri tíð þegar 1. maí bíó tíðkaðist og vilja að ungmenni og börn framtíðarinnar fari ekki á mis við þessa skemmtilegu hefð. Menningar- og safnanefnd fagnar áhuga ungmennaráðs og felur forstöðumanni að kanna möguleika á viðburðum í tengslum við 1.maí.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.