mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2016

15. fundur landbúnaðarnefndar

Landbúnaðarnefnd - 15. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, föstudaginn 29. apríl 2016 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu Sigurður Baldursson formaður, Halldór Árni Jóhannsson, Ármann Elísson, Marsibil Erlendsdóttir er var í síma, Ólöf Vilbergsdóttir verkefnastjóri umhverfismála og Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri er jafnframti ritaði fundargerð.

Þórhildur Ágústsdóttir mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll.

Dagskrá:

1.

1604039 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2016

Lögð fram tillaga verkefnastjóra umhverfismála að fyrirkomulagi refa- og minkaveiða 2015. Einnig kynntar veiðitölur fyrri ára. Tillaga um fyrirkomulag refa- og minkaveiða samþykkt.
Samþykkt að umhverfisstjóri kanni umgengni hreindýraveiðimanna á sláturúrgangi á veiðilendum Fjarðabyggðar.

 

2.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um beitarfyrirkomulag í landi Fjarðabyggðar. Samþykkt að vísa þessu máli aftur til umhverfisstjóra til frekari vinnslu. Vinna betur að kortlagningu og skipulagi landbúnaðarlands í eigu Fjarðabyggðar.

 

3.

1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru

Rætt um hrossabeit í landi Kollaleiru en um er að ræða erindi sem sent var inn til umfjöllunar frá Golfklúbbi Fjarðabyggðar, Reyðarfirði. Efnistök málsins ásamt niðurstöðu fundar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar var kynnt fyrir nefndinni.

 

Ástand á veggirðingum eftir veturinn. Umhverfisstjóra er falið að senda erindi til Vegagerðarinnar um viðhald á veggirðingum í Fjarðabyggð, sérstaklega á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.