mobile navigation trigger mobile search trigger
23.08.2016

16. fundur landbúnaðarnefndar

Landbúnaðarnefnd - 16. fundur  

haldinn í Molanum, þriðjudaginn 23. ágúst 2016

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu Sigurður Baldursson, Halldór Árni Jóhannsson, Ármann Elísson, Þórhalla Ágústsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir var í síma.  

Fundargerð ritaði Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri.

Dagskrá:

1.

1608029 - Fjallskil 2016 - samþykkt frá Búnaðarþingi 2016

Erindi BÍ var tekið fyrir á fundinum og spurningunum fjórum svarað. Umhverfisstjóri tekur svör nefndarmanna saman og sendir inn til BÍ fyrir 20. september nk.

 

2.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

Landbúnaðarnefndin samþykkir tillögurnar og vísar þeim til áframhaldandi umfjöllunar hjá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Gjald fyrir leigu á landi samkvæmt minnisblaði umhverfisstjóra var samþykkt.

 

3.

1608074 - Fyrirkomulag fjallskila og gjaldtaka vegna þeirra, 2016

Nefndin fjallaði um fyrirkomulag fjallskila í Fjarðabyggði síðustu árin. Nefndin telur heppilegast að byggja fyrirkomulag smalanennsku og gjaldtöku fjallskila á fyrri hefð. Þeir aðila í sveitarfélaginu sem eiga fjárvon í löndum sveitarfélagsins leggja til mannskap til smölunar en að öðrum kosti, segi þeir til gangna, greiði þeir fjallskilagjald xxxxx kr.

Umræða um fjallskil í Stöðvadal, umhverfisstjóra falið að svara erindi.

 

4.

1608075 - Afréttarmál - Héraðsfé

 

Landbúnaðarnefndin fjallaði um fyrirkomulag upprekstrar á svæði sem er samkvæmt aðalskipalagi Fjarðabyggðar er skilgreint friðað fyrir búfjárbeit.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.