mobile navigation trigger mobile search trigger
28.08.2015

16. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 16. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 27. ágúst 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir formaður, Björn Hafþór Guðmundsson, Pálína Margeirsdóttir, Elías Jónsson, Björgvin V Guðmundsson, Gunnlaugur Sverrisson, Pétur Þór Sörensson og Helga Guðrún Jónasdóttir. Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá:

 

1.

1306017 - Menningarstefna

Forstöðumaður Safnastofnunar gerði grein fyrir stöðu vinnu við menningarstefnu. Lögð fram samantekt um næstu skref. Áætlað er að halda fjóra fundi í september og október til að klára grunnvinnu. Jafnframt er stefnt á að halda íbúafund í byrjun október. Menningarnefnd er sammála framkomnum hugmyndum um næstu skref.

 

2.

1508068 - Beiðni um styrk vegna komu ljóðskálds á ljóðakvöld

Beiðni Félags Ljóðaunnenda á Austurlandi um 50.000 kr. styrk vegna komu ljóðskáldsins Þorsteins frá Hamri á ljóðakvöld í október nk. Menningar- og safnanefnd samþykkir að veita styrk.

 

3.

1411088 - Flugsaga Austurlands - umsókn um styrk

Endurtekin beiðni Benedikts Warén um styrk vegna ritunar Flugsögu Austurlands. Menningar- og safnanefnd frestar afgreiðslu styrkbeiðni þar til styrkjum verður úthlutað í byrjun árs 2016.

 

4.

1507072 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015

Lagt fram til kynningar fundargerðir stjórnar frá 28.maí og 8.júlí sl. auk yfirlits yfir rekstraráætlun og fjárhagsáætlun 2016.

 

5.

1508034 - Afhending á skipslíkani - Serge Lambert

Lagt fram til kynningar upplýsingar um gjöf Serge Lambert á skipslíkani, á Frönskum Dögum í júlí sl.

 

6.

1402073 - Hafnar- og visitfjardabyggd vefur

Kynnt ensk útgáfa www.visitfjardabyggd.is sem opnuð verður formlega á næstu dögum.

 

7.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

Umræður um fjárhags- og starfsáætlun 2016 og áherslur menningar- og safnanefndar. Rætt m.a. um hugsanlegan landsnámsskála í Stöð og söguritun á Stöðvarfirði. Tekið fyrir að nýju í haust.

 

8.

1503157 - Staða Tónlistarmiðstöðvar Austurlands

Umræður um málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. Lagður fram ársreikningur Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar fyrir árið 2015.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.