mobile navigation trigger mobile search trigger
14.06.2016

164. fundur hafnarstjórnar

Hafnarstjórn - 164. fundur

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, þriðjudaginn 14. júní 2016 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Sævar Guðjónsson, Pálína Margeirsdóttir, Ævar Ármannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Steinþór Pétursson.

 

Fundargerð ritaði: Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna

 

Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs sátu liði 6, 7, 8, og 9.

 

Dagskrá:

 

1.

1601010 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 385 dags. 17. maí 2016 lögð fram til kynningar.

 

2.

1601224 - Aðalfundur Cruise Iceland haldinn á Akureyri 27. maí 2016

Ársskýrsla Cruise Iceland fyrir árið 2015 lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóri gerið einnig grein fyrir heimsókn fulltrúa frá fjórum skemmtiferðaskipafélögum til Fjarðabyggðar og aðalfundi Cruise Europe.

 

3.

1605138 - Umsókn um undanþágur frá lóðsskyldu fyrir Capt. Vladimir Glushkow

Erindi frá Thor Shipping dags. 25. maí 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Vladimir Glushkow skipstjóra á Mv. Marmaui og Marmolokai að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Vladimir Glushkow skipstjóra á Marmaui og Marmolokai.

 

4.

1603089 - 735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna

Framkvæmdastjóri fór yfir fyrstu frumdrög að hugmynd um nýjan kant á Eskifirði. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinnamálið áfram.

 

5.

1605024 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017

Farið yfir reglur og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017. Framkvæmdastjóra falið að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt langtímaáætlun.

 

6.

1410115 - Norðfjarðarflugvöllur - klæðning

Í umræðu er að fara í endurbætur á Norðfjarðarflugvelli til að gera hann öruggari fyrir sjúkra- og neyðarþjónustu. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til Norðfjarðarflugvallar allt að 25. millj. kr. framlag til að efla það öryggi sem fæst með viðgerð á vellinum m.a. í þágu sjófarenda sem fara um hafnir sveitarfélagsins.

 

7.

1210103 - Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - Trúnaðarmál

Fyrir liggja drög að samningi við ASB (Artic Supply Base) um aðstöðu á hafnarsvæði vegna þjónustu við rannsóknar á hafsvæðinu norðan Íslands. Framkvæmdastjóri hafna gerði grein fyrir vinnu við samningsdrögin í samræmi við vinnuskjal sem honum í samráði við bæjarstjóra var falið að vinna áfram á fundi hafnarstjórnar 9.feb og 28.apríl sl. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samningsdrögin og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði.

 

8.

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblað sem lá fyrir fundinum og gerði grein fyrir stöðu mála og vinnu framundan. Unnið verður áfram við verkið. Hafnarstjórn heimilar útboð á gerð hafnarkants þegar útboðsgögn liggja fyrir.

 

9.

1512096 - Óveðurstjón í desember 2015

Á fundi bæjarráðs þann 30. maí 2016 var fjallað um framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs. Farið yfir bætur sem fengust vegna tjóna sem urðu í desember vegna óveðurs og ráðstöfun þeirra. Bætur námu 46,3 milljónum kr. en metið tjón nemur 71,3 milljónum kr. Forgangsröðun verkefna vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til kynningar. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við skiptinguna og mun það fjármagn sem fellur í hlut hafnarsjóðs verða nýtt til að endurbyggja grjótvarnir á Eskifirði og lagfæringa á smábátahöfnunum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

 

10.

1505078 - Fyrirhuguð bygging frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

Farið yfir stöðu framkvæmda við Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði, en unnið er að gerð útboðsgagna og verða þau væntanlega tilbúin innan skamms. Hafnarstjórn heimilar útboð á gerð hafnarkants þegar útboðsgögn liggja fyrir.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40