mobile navigation trigger mobile search trigger
23.01.2017

167. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 167. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

23. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Formaður, Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður, Einar Már Sigurðarson Aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður, Ragnar Sigurðsson Varaformaður og Valur Sveinsson Embættismaður.

Fundargerð ritaði Valur Sveinsson.

Dagskrá: 

1.

1609089 - Garð- og malarefni

Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra og verkefnisstjóra umhverfismála um garðefni og búfjáráburð, dagsett 20. janúar 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að hefja vinnslu á garð- og malarefnum í samræmi við minnisblað.

2.

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

Lagt fram bréf hestamanna og búfjáreigenda á Reyðarfirði er varðar gjaldtöku fyrir afnot af leigulandi og reglur um leigulönd í Fjarðabyggð, dagsett 10. janúar 2017. Vísað frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að boða til fundar með bréfriturum og öðrum hesta- og búfjáreigendum í Fjarðabyggð. Fundinn munu sitja fyrir hönd Fjarðabyggðar bæjarstjóri, umhverfisstjóri og formaður nefndarinnar. Bæjarstjóra falið að boða til fundarins eins fljótt og verða má.

3.

1701139 - 755 - Fjarðarbraut 25 - Umsókn um leyfi fyrir varmadælu

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sveins Jónssonar, dagsett 20. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til setja upp varmadælu ofan við hús hans að Fjarðarbraut 25 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

4.

1701150 - 755 Fjarðarbraut 9 - varmadæla - byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Petru Sveinsdóttur, dagsett 23. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til setja upp varmadælu ofan við hús hennar að Fjarðarbraut 9 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

5.

1701142 - 735 Bakkastígur 15 - Byggingarleyfi, dyraskýli

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Steindórs H. Stefánssonar fh. Guðrúnar Ásdísar Einarsdóttur, dagsett 23. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að byggja dyraskýli við hús hennar að Bakkastíg 15 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

6.

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

Lögð fram yfirlýsing Fjarðabyggðar vegna hjáleiðar við Strandgötu 70 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir yfirlýsinguna.

7.

1701110 - Skráning menningarminja - fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum

Lagt fram til kynningar bréf Minjastofnunar Íslands, dagsett 10. janúar 2017, þar sem kallað er eftir skilaskyldum gögnum vegna skráningar menningarminja sem orðið hafa til eftir 1. janúar 2013.

Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri sat fundarliði 1 og 2.

Ólöf Vilbergsdóttir verkefnisstjóri umhverfismála sat fundarlið 1.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40.