mobile navigation trigger mobile search trigger
16.02.2017

169. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 169. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, 16. febrúar 2017 og hófst hann kl. 14:00

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson Formaður, Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður, Einar Már Sigurðarson Aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður, Ragnar Sigurðsson Varaformaður, Marinó Stefánsson Embættismaður.

Fundargerð ritaði Marinó Stefánsson.

Dagskrá: 

1.

1402076 - Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð

Lögð fram til kynningar drög að reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að reglunum fram að næsta fundi.

2.

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

Þriðjudaginn 13. desember 2016 komu saman til fundar fulltrúar Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps,Heilbrigðiseftirlitsins, Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Ferðamálahóps Borgarfjarðar, Egilsstaðastofu, Skógræktarinnar og Áfangastaðarins Austurlands þar sem til umræðu var gisting ferðamanna utan merktra svæða. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er sammála um að setja lögreglusamþykkt sem tekur á þessum málum fyrir sveitarfélagið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

3.

1612017 - Fiskeldi í Fjarðabyggð

Fiskeldi í fjörðum Fjarðabyggðar. Lagt fram kort af fyrirhuguðum svæðum sjókvíeldis í fjörðunum ásamt samantekt um skipulags- og atvinnumál tengt málaflokknum. Stefnt er á að málið verði til umræðu á íbúafundum í hverfum bæjarins í vor. Bæjarráð ásamt eigna- skipulags- og umhverfisnefnd mun vinna áfram að stefnumótun í málaflokknum.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir jafnframt að stefnt skuli að fundi með viðeigandi stofnunum og íbúafundi í framhaldinu í byrjun mars.

4.

1702085 - Ofanflóðavarnir - Ljósá - framkvæmdaleyfi

Lagður fram tölvupóstur frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsettur 9. febrúar 2017, varðandi útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdina ofanflóðavarnir á Eskifirði, Ljósá - varnarvirki.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

5.

1702100 - Varnir við Búðará

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að skoða hvað er hægt að gera til úrbóta við Búðará.

6.

1608031 - Göngu og hjólastígur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar

Lögð fram til kynningar kostnaðargreining á 1. áfanga hjóla- og göngustígs á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að verkefninu með það fyrir augum að hefja framkvæmdir í vor.

7.

1702115 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

Fundargerð HAUST Heilbrigðiseftirlit Austurlands nr 133 lögð fram til kynningar

8.

1702114 - Beiðni um efnistökuleyfi í botni Norðfjarðar vegna lokafrágangs landfyllingar í Norðfjarðarhöfn

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar óskar eftir framkvæmdarleyfi skv. skipulagslögum og á grunni stefnu í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 til að nema allt að 5.000 m3 efnis í norðanverðum Norðfjarðarósi, á fjöru 100m innan við ósinn.
Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur framkvæmdin undir flokk C í 1. viðauka laganna nr. 2.04 ?Efnistaka og/eða haugsetning á landi eða úr hafsbotni þar sem áætlað er að raska minna en 25.000 m2 svæði eða efnismagn er minna en 50.000 m3?.
Fyrirhuguð efnistaka er á fjöru en innan netlaga og unnin af landi með þar til gerðum tækjum.
Ástæða efnistökunnar er vegna lokafrágangs 1. áfanga fyllingar á lóð undir nýtt netaverkstæði í Neskaupstað, efni vantar við stálþil framan við lóðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir beiðni Hafnarsjóðs um framkvæmdarleyfi til efnistöku á fjöru sunnan við smábátahöfnina í Norðfirði. Veiðifélag Norðfjarðar og Fiskistofa verða upplýst um málið.

9.

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Lögð fram til kynningar umsögn slökkviliðsstjóra.

10.

1702082 - 128.mál til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga

Framlagt til kynningar stjórnarfrumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga. Umsagnarfrestur um frumvarpið er til 24.febrúar nk.

11.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Framlögð drög að samningi við Orkufjarskipti vegna lagningu ljósleiðar um Suðurfirði á árinu 2017 ásamt minnisblaði um framkvæmdina. Gögn eru lögð fram sem trúnaðarmál. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn og fól bæjarstjóra undirritun hans. Jafnframt er samþykkt að bjóða út verkið og afla leyfisveitinga landeigenda. Fjármálastjóra var falið að leggja fram tillögu fyrir bæjarráð um fyrirkomulag reksturs og fjárfestinga í gegnum b-hlutafyrirtæki sveitarfélagins. Þá hafi framkvæmda-, umhverfis- og veitusvið eftirlit með framkvæmdinni. Viðauki vegna framkvæmdarinnar verður lagður fyrir þegar samningar um jarðvegsframkvæmdir liggja fyrir. Lagt fram til kynningar.

Anna Berg Samúelsdóttir Embættismaður sat fundinn undir liðum 1 til 6.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.