mobile navigation trigger mobile search trigger
06.03.2017

170. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 170. fundur  

haldinn Nesskóla í Neskaupstað, 6. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Formaður, Einar Már Sigurðarson Aðalmaður, Ragnar Sigurðsson Varaformaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Varamaður, Kristjana Guðmundsdóttir Varamaður, Valur Sveinsson Embættismaður, Marinó Stefánsson Embættismaður og Anna Berg Samúelsdóttir Embættismaður.

Fundargerð ritaði Marinó Stefánsson.

Dagskrá: 

1.

1609087 - 10.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði - beiðni um umsögn

Skipulagsstofnun hefur birt nýjar ákvarðanir um matsáætlanir fyrir fyrirhugað laxeldi Fiskeldis Austfjarða í Stöðvarfirði.
Lagt fram til minniblöð umhverfisstjóra um málið dagsett 4. mars 2017. Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í minnisblaði og felur umhverfisstjóra að koma þeim á framfæri við viðeigandi stofnanir í samráði við bæjarstjóra. Vísað til kynningar í Hafnarstjórn.

2.

1609085 - 10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa - beiðni um umsögn

Skipulagsstofnun hefur birt nýjar ákvarðanir um matsáætlanir fyrir fyrirhugað laxeldi Fiskeldis Austfjarða í Mjóafirði, Hellisfirði og Viðfirði.
Lagt fram minniblöð umhverfisstjóra um málið dagsett 4. mars 2017.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í minnisblaði og felur umhverfisstjóra að koma þeim á framfæri við viðeigandi stofnanir í samráði við bæjarstjóra. Vísað til kynningar í Hafnarstjórn.

3.

1702037 - Flokkunartunnur í miðbæjarkjarna

Verkefnastjóri umhverfismála lagaði fram minnisblað dags. 28. febrúar 2017 um flokkunartunnur í miðbæjarkjarna í Fjarðabyggð. Lagt er til að flokkun verði gerð aðgengileg í almenningsrýmum og byrjað verði að setja upp tvær flokkunartunnur í hvern miðbæjarkjarna og síðarmeir verði staurakössum í sveitarfélaginu skipt út fyrir flokkunartunnur. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kaupa flokkunartunnur og felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram

4.

1610157 - Margnota pokar

Lagt fyrir minniblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 1. mars 2017 um margnota burðarpoka. Lagt er til að íbúum sé gefin margnota burðarpoki og þeim dreift á hvert heimili. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju

5.

1611050 - 755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 15. febrúar 2017. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

6.

1702128 - Skipulagslýsing Ketilsstaða - Gistiþjónusta, ósk um umsögn.

Lögð fram til umsagnar skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Ketilsstaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

7.

1208097 - 755 - Deiliskipulag Saxa

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Söxu við Stöðvarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstilagan verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum í samræmi við skipulagslýsingu.

8.

1703017 - 735 Bleiksárhlíð 56 - Skipulagsmál

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 3. mars 2017, vegna skipulagsmála við Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði en lóðin, sem er í söluferli, er innan svæðis fyrir Þjónustustofnanir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skipulagsskilmálum lóðarinnar verði breytt þegar söluferli líkur. Nefndin telur að hægt sé að gera ráð fyrir íbúðarsvæði eða verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni.

9.

1702140 - 735 - Strandgata 86b - byggingarleyfi, breyting inni

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Völundar Þorgilssonar, dagsett 20. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skipulagi innanhús og gera ráð fyrir veitingastað í Gistieimilinu Öskju að Strandgötu 86b á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar samþykki nágranna og öll tilskilin gögn liggja fyrir.

10.

1703012 - 755 Fjaðrarbraut 40 - byggingarleyfi - breyting utanhúss

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þorsteins Erlingssonar, dagsett 1. mars 2017, þar sem sótt er um leyfi til að grafa frá veggjum, drena og einangra ásamt því að klæða að utan 1. áfanga húss hans að Fjarðarbraut 40 á Stöðvarfirði. Jafnframt er óskað eftir afstöðu nefndarinnar varðandi hækkun hússins um 2 hæðir fyrir 40 herbergja gistirými með veitingasal á 2 hæðum, bílakjallara, lager, litla verslun og þvottahús á hæðinni sem fyrir er. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 3. mars 2017 vegna skipulagsmála við Fjarðarbraut 40 á Stöðvarfirð. Fjarðarbraut 40 er innan athafnasvæðis samkvæmt aðalskipulagi. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu innan lóðar samkvæmt deiliskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir einangrun- og klæðningu veggja og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Nefndin telur að stækkun, hússins og rekstur gistingar og veitingasalar samræmist ekki skipulagsskilmálum lóðarinnar eins og þeir eru í dag.

11.

1702135 - 750 Hafnargata 3A - byggingarleyfi - eldsneytisgeyma

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Harðar Gunnarssonar fh. Olíudreifingar ehf, dagsett 15. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til rífa þrjá olíugeyma á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 3A á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

12.

1702213 - 735 Strandgata 26 - byggingarleyfi - breyting á notkun húsnæðis

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Andresar Elíssonar fh. Svönu 61 ehf, dagsett 15. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun í hluta af húsi fyrirtækisins að Strandgötu 26 á Eskifirði í gistirými.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

13.

1702224 - 740 Mýrargötu 10 - byggingarleyfi - breyting á húsnæðis

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elvars Jónssonar fh. Verkmenntaskóla Austurlands, dagsett 24. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta innanhús í málmdeild í verkkennsluhúsi skólans að Mýrargötu 10 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

14.

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

Lagt fram bréf Benedikts Stefánssonar fh. Egersund Ísland ehf vegna höfnunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á að dúkklæðning verði notuð sem yrsta byrði stálgrindarhúss sem fyrirtækið hyggst reisa á lóð sinni að Strandgötu 12 á Eskifirði. Lögð fram yfirlýsing O.B.Wilk AS, dagsett 22. febrúar 2017, um notkun dúks sem varanlegs ysta byrðis veggja.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna málið áfram fram að næsta fundi.

15.

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

Lagt fram til kynningar ákvæði í 2. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald um að gististaðir skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði og 4. gr. sömu reglugerðar sem segir í lið C að minna gistiheimili geti verið gisting á einkaheimili.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera drög að stefnu sveitarfélagsins vegna gisti- og veitingasölu og leggja fyrir nefndina.

16.

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

Lögreglusamþykkt Fjarðabyggðar lögð fram til umfjöllunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram með samþykktina og óska eftir umsögn lögreglustjóra. Samþykktin verður tekin fyrir að nýju þegar umsögn liggur fyrir.

17.

1701090 - 750 Skólavegur 12 -óleyfisframkvæmd

Lagt fram til kynningar samskipti vegna óleyfisframkvæmda við Skólaveg 12 á Fáskrúðsfirði.

18.

1701037 - 750 Hlíðargata 60 - Beiðni um umsögn, vinnuslys

Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn vegna vinnuslyss í húsinu að Hlíðargötu 60 á Fáskrúðsfirði.

19.

1604018 - Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að málinu fram að næsta fundi.

21.

1702227 - 740 Kirkjuból - kæra varðaðandi ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna stækkunar reits O5 á Kirkjubólseyrum

Lögð fram til kynningar kæra ábúenda Kirkjubóls til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á aðalskipulagi og nýs deiliskipulag á Kirkjubólseyrum.

21.

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir af rýnifundi og fyrsta verkfundi.

22.

1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir

Lagt fram til kynningar minnisblað frá framkvæmdasýslunni um niðurstöðu útboðs í verkhönnun ofanflóðamannvirkja Urðarbotna og sniðgils í Norðfirði. VSÓ var lægstbjóðandi og leggur framkvæmdasýslan til að tilboði þeirra verði tekið, Eign-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu framkvæmdasýslunar.

24.

1611125 - Nesbakki 19-21 - verðmat á íbúð

Makaskipti á fasteignum í Neskaupstað. Annars vegar eru um að ræða íbúð í Nesbakka 19, fastanúmer 216-9544, í eigu Fjarðabyggðar en sú íbúð er skemmd eftir bruna og er u.þ.b. fokheld og hins vegar fasteignin að Hafnarbraut 17, fastanúmer 216-9127, sem er á forkaupslista Fjarðabyggðar og er merkt sem víkjandi bygging í deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar. Jafnframt er lagður fram samningur við Nestak um kaup á fasteignin að Hafnarbraut 17, fastanúmer 216-9127 ábyrgist kaupandi að húsið verði fjarlægt eigi síðar en 1. október 2017. Eigna-, skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir málið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

25.

1702093 - Skýrsla - Lífrænn úrgangur til landgræðslu

Kynning verkefnastjóra umhverfismála á skýrslu Landgræðslu ríksins "Lífrænn úrgangur til landgræðslu - Tækifæri". Lagt fram minnisblað verkefnastjóra um skýrsluna dags. 13. febrúar 2017. Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna áfram að málinu.

26.

1702090 - 16 ára eingreiðslumark niðurgreiðslna til húshitunar

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakka Ómari Bjarka fyrir erindið framtíðarmöguleika Hitaveitu Fjarðabyggðar.
Nefndin felur sviðstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju

23.

1410115 - Norðfjarðarflugvöllur - klæðning

Lögð fram til kynningar fundargerð nr 3

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.