mobile navigation trigger mobile search trigger
02.05.2017

175. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 175. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

2. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Svanhvít Yngvadóttir aðalmaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varaformaður, Valur Sveinsson embættismaður og Marinó Stefánsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Marinó Stefánsson.

Dagskrá: 

1.

1704056 - 87.mál umsagnar tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd,velferð og veiðar villtra fugla og spendýra

Fyrir fundinum liggur frá Umhverfis­ og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87.mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

2.

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar á reglum um leigulönd og felur umhverfisstjóra að ganga frá breytingum á orðalagi.
Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.

1610080 - Umhverfismál 2017

Lögð fram til kynningar drög að bæklingi þar sem farið er yfir helstu umhverfisverkefni sumarsins, nefndin gerir ekki athugasemdir og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.

4.

1704108 - 735 Strandgata 77b - breyting á húsnæði

Lagt fram bréf Hjalta Sigurðssonar fh. Bjarka Gíslasonar, dagsett 23. apríl 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta iðnaðarhúsnæði að Strandgötu 77b á Eskifirði í tvær íbúðir. Strandgata 77b er innan íbúðarsvæðis samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd heimilar að íbúðir verði gerðar í húsinu.

5.

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL

Skýrsla Capacent um greiningu á húsnæðismarkaði í Fjarðabyggð lögð fram sem trúnaðarmál til kynningar. Eigna-. skipulags- og umhverfisnefnd ræddi skýrsluna og mun halda áfram umræðum um hana á næstu fundum.

 

6.

1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir

Lagt fram til kynningar Minnisblað frá Verkís um ástand vatnsgeymis í Norðfirði vegna ofanflóðaframkvæmda. Sviðstjóra falið að ræða ofanflóðasjóð vegna málsins.

9.

1703079 - Eignarsjóður viðhaldsmál 2017

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir málefni eignasjóðs tengt viðhaldsmálum og mun halda þeirri vinnu áfram á næstu fundum.

10.

1606041 - Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar

Lagt fyrir drög að samning um jarðgerð og minnisblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 2. maí 2017 um samningin um jarðgerð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarstjóra.

7.

1207029 - Norðfjarðargöng - undirbúningur 2012, aðalmál

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá samráðsfundum um Norðfjarðargöng.

8.

1601270 - Egilsbúð - viðhaldsmál

Lagðar fram fundargerðir til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.