mobile navigation trigger mobile search trigger
18.04.2017

178. fundur hafnarstjórnar

Hafnarstjórn - 178. fundur

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, 18. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Sævar Guðjónsson Formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður, Einar Már Sigurðarson Varamaður og Steinþór Pétursson Embættismaður.

Fundargerð ritaði: Steinþór Pétursson

Dagskrá:

1.

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

Unnið hefur verið að útfærslu skipulags þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar frá því síðla árs 2015. Starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar er að halda utan um starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva. Verkefni þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar eru víðtæk og veita stofnunum sveitarfélagsins þjónustu. Lagt fram til kynningar drög að skipuriti og skipulagi fyrir þjónustu- og framkvæmdamiðstöð. Bæjarráð hefur staðfest fyrirliggjandi drög. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda, umhverfis og veitusviðs var í síma undir þessum lið. Málið kynnt.

2.

1701008 - Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 393 dags. 27. mars 2017 lögð fram til kynningar.

3.

1701009 - Fundargerðir CI á árinu 2017

Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 7. apríl 2017 lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að næsti aðalfundur samtakanna verði haldinn í Fjarðabyggð.

4.

1702078 - Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur

Umræða um endurskoðun hafnarreglugerðar fyrir Fjarðabyggðarhafnir og farið yfir fyrirliggjandi drög að breytingum. Hafnarstjórn frestar málinu og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

5.

1704060 - 740 Frágangur svæðis ofan safnabryggju

Umfjöllun um svæði framan safnahúss á Norðfirði ofan safnabryggju og gerð gagna vegna frágangs á svæðinu. Hafnarstjórn leggur til að fengin verði tilboð í gerð gagna.

6.

1704061 - Smábátahöfn Stöðvarfirði - stækkun

Umfjöllun um smábátahöfnina á Stöðvarfirði. Kynnt skýrsla frá maí 2012 um smábátahöfnina. Hafnarstjórn vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlunargerð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30