mobile navigation trigger mobile search trigger
24.08.2017

182. fundur eigna-skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 182. fundur  haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, 21. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varaformaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varamaður, Valur Sveinsson embættismaður og Marinó Stefánsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Marinó Stefánsson

Dagskrá:

 

1.

1705188 - Meindýraeyðing í Nípunni - Fólkvangurinn í Nesk.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að endurnýja leyfi Sigurðar V. Jóhannessonar til refa- og minkaveiða í Nípunni í Norðfirði.

2.

1611112 - 730 Heiðarvegur 23 - Endurnýjun á lóðaleigusamningi

Lögð fram umsókn Sigurjóns Friðrikssonar, dagsett 28. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Heiðarvegi 23 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.

3.

1708080 - 735 Oddsskarðslína - Framkvæmdaleyfi, plæging háspennustrengs

Lögð fram umsókn Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. Rarik ohf, dagsett 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna plægingar háspennustrengs frá loftlínuenda skammt vestan við skíðamiðstöðina í Oddsskarði að strengenda við Högnastaði. Umsögn Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu leyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

4.

1708020 - Framkvæmdaleyfi fyrir Mjóafjarðarlínu

Lögð fram umsókn Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. Rarik ohf, dagsett 9. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar á u.þ.b. tveggja km. kafla um Brekkugjá milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar þar sem loftlína hrundi í ísingarveðri í ársbyrjun 2014.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu leyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

5.

1708041 - 735 Hátún 20 byggingarleyfi - uppsteyptur veggur

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þórs Þórðarsonar, dagsett 14. ágúst 2017, þar sem sótt er um leyfi til að steypa upp stoðvegg vegna bílastæðis vestan við hús hans að Hátúni 20 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

6.

1708088 - Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði

Lagt fram bréf Hrefnu Eyþórsdóttur, dagsett 15 ágúst 2017, fyrir hönd starfshóps um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði sem langar að koma upp fjölskylduvin í Skrúðgarðinum á Fáskrúðsfirði.
Óskað er eftir upplýsingum um hvernig nýting svæðisins sé fyrirhugð í skipulagsáætlun sveitarfélagsins og hvort nýting í samræmi við hugmyndir hópsins sé möguleg. Skrúðgarðurinn á Fáskrúðsfirði er innan reits O3 samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu. Reitur O3 er opið svæði til sérstakra nota sem eru svæði með útivistargildi á einn eða annan hátt. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hugmyndir starfshópsins samræmist skipulagsskilmálum svæðisins og tekur vel í að fjölskylduvin verði gerð í Skrúðgarðinum og þakkar jafnframt erindið. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að vera í sambandi við hópinn um útfærslu á hugmyndinni

7.

1707114 - Göngustígur við enda Stekkjarholts Reyðarfirði

Lagt fram ódagsett bréf Birgittu Rúnarsdóttur þar sem óskað er eftir göngustíg við enda Stekkjarholts á Reyðarfirði og að stíg sem er ofan við bæinn. Gangbraut væri yfir Stekkinn þar sem stígurinn þverar götuna. Einnig er bent á að stígurinn ofan bæjarins sé grófur þar sem hann tengist inn á Stekk.
Áætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir göngustígum frá Stekkjarholti að Stekk og með Stekk og Réttarholti að Búðareyri. Eins er reiknað með tenginum frá Stekkjarhverfinu að Réttarholti.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og vísar til vinnu við göngu- og hjólastíga og fjárhagsáætlunargerðar.

8.

1708011 - 755 - Bankastræti 1 - Byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sköpunarmiðstöðarinnar svf, dagsett 4. ágúst 2017, þar sem sótt er um að breyta notkun húsnæðis félagsins að Bankastræti 1 á Stöðvarfirði í menningarmiðstöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

9.

1708069 - 750 Króksholt 5 - byggingarleyfi - klæðning húss

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðbjargar Rósar Guðjónsdóttur, dagsett 15. ágúst 2017, þar sem sótt er um leyfi til að klæða hús hennar að Króksholti 5 á Fáskrúðsfirði að utan með sléttu Steni ásamt gerð bílastæðis austast á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

10.

1707105 - 730 - Takmarkanir á akstri um Sunnugerði

Lagt fram bréf Ástu Einarsdóttur og Bjarna Guðmundar Bjarnasonar íbúa við Sunnugerði 15 á Reyðarfirði, dagsett 24. júlí 2017, þar sem óskað er eftir að Sunnugerði verði aftur opnuð fyrir gegnum akstur vegna óþæginda sem lokun í einstefnugötu hefur í för með sér.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 20. mars síðastliðinn að tilraun yrði gerð til 1. október næstkomandi með að gera Sunnugerði að botnlangagötu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá álit íbúa á tilrauninni og stytta lokunina frá áður ákveðnum tíma ef ástæða þykir til.

11.

1610002 - Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar

Lögð fram til kynningar framkvæmdarleyfisumsókn Barðsness við Norðfjörð ehf, dagsett 21. júlí 2017, vegna lagfæringar á vegslóða frá Viðfirði út fyrir Merkihrygg á um 3,5 km. kafla að landamerkjum Stuðla. Jafnframt lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar. Ekki liggur fyrir afstaða eigenda Gerðisstekk og Stuðla, nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá afstöðu eiganda þeirra og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

12.

1707095 - Húsnæði fyrrum Vélsmiðju SVN í Neskaupstað

Fyrirspurn Sigurðar Jenssonar um nýtingu á Eyrargötu 7 í Neskaupstað - gamla Vélsmiðjan - fyrir nytjamarkað. Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að ræða fyrirspurnina við Sigurð. jafnframt felur nefndin sviðstjóra að fara yfir framtíðarmöguleika húsnæðisins og leggja fyrir nefndina að nýju.

13.

1708003F - Landbúnaðarnefnd - 19

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fundargerð 19. fundar landbúnaðarnefndar

13.1

1608075 - Afréttarmál - Héraðsfé

13.2

1708045 - Kollaleirurétt

13.3

1702197 - Fyrirkomulag fjallskila og gangnaboð 2017

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00