mobile navigation trigger mobile search trigger
22.06.2017

225. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 225. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

22. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður, Elvar Jónsson Aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður, Jens Garðar Helgason Aðalmaður, Valdimar O Hermannsson Aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir Aðalmaður, Svanhvít Yngvadóttir Varamaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Forseti leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá í upphafi fundar og óskaði efitr að fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 179 og hafnarstjórnar nr. 181, væru teknar á dagkskrá. Jafnframt að taka á dagskrá mál 1504173 - Lenging á stálþili við Egersund á Eskfirði - og mál 1611050 - Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1 -.

Samþykkt með 9 atkvæðum. 

Dagskrá: 

1.

1706001F - Bæjarráð - 524

Fundargerðir bæjarráðs nr. 524 og nr. 525 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 524 frá 9. júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

1.1

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

1.2

1706039 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 5

1.3

1701089 - Fjármál 2017 - TRÚNAÐARMÁL

1.4

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

1.5

1705108 - Tillaga um endurnýjun tækja 2017

1.6

1703037 - Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)

1.7

1705160 - Ársreikningur Uppsala 2016

1.8

1705167 - Ársreikningur 2016 - Hulduhlíð

1.9

1705243 - Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði

1.10

1706028 - Gatnagerð í hesthúsabyggð á Reyðarfirði

1.11

1706037 - Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017

1.12

1705203 - Áskorun til fræðsluyfirvalda vegna nemenda með skilgreinda fötlun

1.13

1705231 - Húsnæðisáætlun sveitarfélaga

1.14

1608100 - Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

1.15

1705092 - Fyrirhuguð virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna og áhugi ráðherra á Austurlandi

1.16

1705250 - Samningur um upplýsingamiðstöð á Stöðvarfirði

1.17

1702115 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

1.18

1706035 - Ársreikningur 2016

1.19

1706036 - Ársreikningur 2016 - Loðnuvinnslan hf.

1.20

1706032 - Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins 2016

1.21

- Félagsmálanefnd - 95

1.22

- Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 178

2.

1706006F - Bæjarráð - 525

Fundargerðir bæjarráðs nr. 524 og nr. 525 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 525 frá 19.júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

2.1

1706055 - Fasteignamat 2018

2.2

1706057 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2017

2.3

1510071 - Kaup sveitarfélaga á fasteignum í eigu Íbúðalánasjóðs

2.4

1705231 - Húsnæðisáætlun sveitarfélaga

2.5

1705166 - Ferða- og markaðsmál

2.6

1703120 - Stefnumótun í fiskeldismálum

2.7

1705137 - 408.mál til laga um skipulag haf- og strandsvæða,

2.8

1610097 - Samstarf í menntamálum

2.9

- Fræðslunefnd - 42

2.10

- Íþrótta- og tómstundanefnd - 36

3.

1706002F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 178

Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 178 og nr. 179, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 178 frá 6.júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

3.1

1411076 - Tjón vegna stíflu í holræsakerfi

3.2

1706016 - 735 Strandgata 2 Byggingaráform - löndunarhús og lagnir

3.3

1705173 - 730 Heiðarvegur 20 - byggingarleyfi - varmadæla

3.4

1705171 - 740 Marbakki 1 - byggingarleyfi

3.5

1705219 - 750 Skólavegur 98-112 - byggingarleyfi, nýbygging

3.6

1609156 - Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda í Víkugerði

3.7

1706031 - 750 Loðnuvinnslan hf - framkvæmdaleyfi, dælulögn frá Hafnargötu 1 að 36

3.8

1704081 - 750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri

3.9

1705243 - Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði

3.10

1705237 - Ástandsskýrsla - Íþróttahús Eskifjarðar

3.11

1706037 - Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017

4.

1706008F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 179

Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 178 og nr. 179, teknar til afgreiðslu saman.
Fundargerð nr. 179 tekin á dagskrá með afbrigðum.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 179 frá 19.júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

4.1

1608075 - Afréttarmál - Héraðsfé

4.2

1706051 - 735 Smiðjustígur 2 - byggingarleyfi

4.3

1706050 - 730 Brekkugata 2 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi

4.4

1611050 - 755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1

4.5

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

4.6

1706086 - 750 Skólavegur 68a - byggingarleyfi - klæðing húss

4.7

1705176 - 730 Eyrarstígur 3 - endurnýjun á lóðaleigusamningi

4.8

1706070 - 750 Hafnargata 1 - umsókn um stöðuleyfi - Spennustöð

4.9

1706087 - 750 Hlíðargata 56 - byggingarleyfi endurbætur úti og inni

4.10

1706065 - Ársskýrlsa 2016 - Náttúrustofa Austurlands

4.11

1706025 - Hraðakstur á Heiðarvegi Reyðarfirði

4.12

1706032 - Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins 2016

4.13

1706028 - Gatnagerð í hesthúsabyggð á Reyðarfirði

4.14

1606124 - Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2016.

4.15

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

5.

1706005F - Fræðslunefnd - 42

Til máls tóku Pálína Margeirsdóttir og Jens Garðar Helgason.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 42 frá 14.júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

5.1

1705199 - Fundaáætlun fræðslunefndar haust 2017

5.2

1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni

5.3

1611044 - Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði

5.4

1705203 - Áskorun til fræðsluyfirvalda vegna nemenda með skilgreinda fötlun

5.5

1705239 - Tölvuver grunnskólanna í Fjarðabyggð

5.6

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

5.7

1612093 - Útboð á skólamáltíðum í grunnskólum 2017

6.

1706003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 36

Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 36 frá 8.júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

6.1

1706017 - Heimsókn í íþrótta- og tómstundamannvirki á Reyðarfirði

6.2

1705237 - Ástandsskýrsla - Íþróttahús Eskifjarðar

6.3

1702203 - Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017

6.4

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

7.

1705008F - Félagsmálanefnd - 95

Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 95 frá 30.maí 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

7.1

1705160 - Ársreikningur Uppsala 2016

7.2

1705167 - Ársreikningur 2016 - Hulduhlíð

7.3

1608100 - Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

7.4

1704035 - 378.mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar

7.5

1705156 - Félagsleg ráðgjöf

8.

1706007F - Hafnarstjórn - 181

Fundargerð tekin á dagskrá með afbrigðum.
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 181 frá 20.júní 2017, samþykkt með 9 atkvæðum.

8.1

1701008 - Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017

8.2

1701009 - Fundargerðir CI á árinu 2017

8.3

1704026 - Aðalfundur Cruise Iceland í Reykjavík þann 19. maí 2017

8.4

1706066 - Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Dmitry Volkov skipstjora á Samskip Hoffell 9. júní 2017

8.5

1005131 - Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa

8.6

1410115 - Norðfjarðarflugvöllur - klæðning

8.7

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

8.8

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

8.9

1706013 - Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun

8.10

1504173 - Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði

8.11

1706016 - 735 Strandgata 2 Byggingaráform - löndunarhús og lagnir

8.12

1706031 - 750 Loðnuvinnslan hf - framkvæmdaleyfi, dælulögn frá Hafnargötu 1 að 36

8.13

1704090 - Beiðni um styrk vegna flotbryggju við Sæbergsbryggju á Eskifirði

8.14

1705140 - Sjávarútvegssýning 2017

8.15

1705151 - Umsókn um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Eyri í Reyðarfirði

8.16

1706094 - Fjögurra ára samgönguáætlun 2018 til 2021 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum

8.17

1706106 - Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa

9.

1704081 - 750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri

Forseti bæjarstjórnar fylgdi máli úr hlaði.

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á dreifbýlisuppdrætti Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna grjótnámu í landi Kappeyrar við Fáskrúðsfjörð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Samþykkt með 9 atkvæðum.

10.

1611050 - 755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1

Tekið á dagskrá með afbrigðum.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi máli úr hlaði.

Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, reitur I1 á Stöðvarfirði. Uppdráttur með greinagerð, dags. 24. apríl 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga. Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á Aðalskipulagi - reitur I1 á Stöðvarfirði - með 9 atkvæðum.

11.

1706039 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 5

Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar. Viðaukinn er til samantektar á afgreiðslum bæjarráðs um viðhald á skólahúsnæði og leiðréttingar á viðauka 2 og upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2017 auk stefnumörkunar í fiskeldismálum. Bæjarráð hefur samþykkt viðaukabreytinguna.

Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði.

Fjárfestingar Tækjamiðstöðvar í málaflokki 36-010 hækka sem nemur kr. 1.000.000 og nema í heildina kr. 52.000.000 og viðskiptastaða Tækjamiðstöðvarinnar við Aðalsjóð lækkar sem því nemur.

Fjárfestingar Eignarhaldsfélagsins Hrauns í málaflokki 38-010 hækka sem nemur kr. 12.000.000 en engar fjárfestingar voru fyrirhugaðar í félaginu, einnig munu viðhaldsliðir í málaflokki 37-101, 37-103 og 37-202 hækka um kr. 12.500.000 frá áætlun ársins og viðskiptastaða Eignarhaldsfélagsins Hrauns við aðalsjóð lækka sem þessu nemur eða samtals um kr. 24.500.000.

Fjárfestingar Eignasjóði í málaflokki 32-010 lækka sem nemur kr. 16.000.000 og verða kr. 188.000.000 í stað kr. 204.000.000, einnig munu viðhaldsliðir í málaflokki 31-102, 31-116 og 31-524 hækka samtals um kr. 1.700.000 og viðskiptastaða Eignasjóðs við Aðalsjóðs hækka sem þessu nemur eða samtals um kr. 14.300.000.

Rekstrarkostnaður vegna kaupa á sérfræðiþjónustu við Skipulags- og byggingarmál 09-220 hækkar sem nemur kr. 5.000.000 og greiðist af eigin fé Aðalsjóðs.

Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um 16.200 þúsund krónur til samræmis við ofangreint og verða 92.638 þúsund krónur í árslok 2017.

Enginn tók til máls.

Viðauki nr. 5 samþykktur með 9 atkvæðum.

12.

1703120 - Stefnumótun í fiskeldismálum

Forseti bæjarstjórnar fylgdi stefnumótun úr hlaði.
Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson og Esther Ösp Gunnarsdóttir.
Bæjarstjórn ákvað með hliðsjón af þekktum fiskeldisáformum í fjörðum Fjarðabyggðar að gangast fyrir mörkun stefnuþátta fyrir fiskeldi á grunni sjálfbærar nýtingar og verndar auðlinda sveitarfélagsisn á haf- og strandsvæðum. Þekkt áform nema samtals 55 þúsund tonnum af eldislaxi sem dreifast á firði Fjarðabyggðar. Stefnuþættir í fiskeldi eru hluti af almennri stefnu Fjarðabyggðar í atvinnumálum. Lagðir fram stefnuþættir Fjarðabyggðar í fiskeldismálum og samþykktir með 9 atkvæðum. Þá liggur fyrir tillaga er lýtur að gerð nýtingaráætlunar í minnisblaði atvinnu- og þróunarstjóra frá 19.júní 2017. Bæjarstjórn samþykkir tillögur í minnisblaði með 9 atkvæðum.

13.

1705137 - 408.mál til laga um skipulag haf- og strandsvæða,

Lögð fram umsögn bæjarstjóra um frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða.
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði. Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir umsögn með 9 atkvæðum.

14.

1504173 - Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði

Tilboð í lengingu stálþils við nótaverkstæðið á Eskifirði. Í verkið barst eitt tilboð og var það frá Ísar ehf að upphæð 45,4 millj.kr. eða 108% af kostnaðaráætlun sem nam 42 millj.kr. Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að ganga til samninga við tilboðsgjafa.

15.

1610097 - Samstarf í menntamálum

Yfirlýsing um samstarf milli Fjarðabyggðar og nokkurra fyrirtækja um samstarf í menntamálum, þ.m.t. uppbygging Háskólaseturs Austfjarða, auk minnisblaðs atvinnu- og þróunarstjóra. Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Jens Garðar Helgason og Elvar Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum yfirlýsingu um samstarf í menntamálum, það sem lýtur að framlagi sveitarfélagsins í samstarfinu og felur bæjarstjóra undirritun yfirlýsingar.

16.

1406062 - Kosning forseta bæjarstjórnar kjörtímabilið 2014-2018

Tillaga bæjarstjórnar um kosningu forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Tilnefndur er Jón Björn Hákonarson.
Samþykkt með 9 atkvæðum.

17.

1406063 - Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar kjörtímabilið 2014-2018

Tillaga bæjarstjórnar um kosningu 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs. Tilnefndir eru Jens Garðar Helgason og Elvar Jónsson.
Samþykkt með 9 atkvæðum.

18.

1406064 - Kosning bæjarráðs kjörtímabilið 2014-2018

Tillaga bæjarstjórnar um skipan aðalmanna í bæjarráði til eins árs sbr. samþykktir um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Varamenn skipa sæti eftir 39. gr. samþykkta sveitarfélagsins.
Tilnefnd eru Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Samþykkt með 9 atkvæðum.

19.

1706081 - Kjör 2017 í nefndir og ráð til eins árs

Kosning fulltrúa og varamanna á aðalfund SSA sem haldinn verður 29. og 30.september 2017 á Breiðdalsvík.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að eftirfarandi einstaklingar verði fulltrúar Fjarðabyggðar á aðalfundi SSA.
Aðalmenn: Jón Björn Hákonarson (B), Pálína Margeirsdóttir (B), Svanhvít Yngvadóttir (B), Hulda Sigrún Guðmundsdóttir (B), Jens Garðar Helgason (D), Valdimar O. Hermannsson (D), Dýrunn Pála Skaftadóttir (D), Ragnar Sigurðsson (D), Sævar Guðjónsson (D), Elvar Jónsson (L), Eydís Ásbjörnsdóttir (L), Esther Ösp Gunnarsdóttir (L), Einar Már Sigurðarson (L), Páll Björgvin Guðmundsson.

Varamenn:Tinna Hrönn Smáradóttir (B), Þuríður Lillý Sigurðardóttir (B), Jón Kristinn Arngrímsson (B) Einar Björnsson (B), Borghildur Stefánsdóttir (D), Birkir Hauksson (D), Sigurbergur Ingi Jóhannsson (D), Þórdís Mjöll Benediktsdóttir (D), Margeir Margeirsson (D), Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir (L), Ævar Ármannsson (L), Marsibil Erlendsdóttir (L), Sigríður Margrét Guðjónsdóttir (L), Þórdís Jóna Guðmundsdóttir (L).

20.

1606067 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2017

Tillaga forseta bæjarstjórnar.
Lagt er til að bæjarstjórn taki sumarfrí í júlí og hluta ágústmánaðar sbr. 7. gr. samþykkta Fjarðabyggðar og komi saman að nýju eftir sumarfrí, fimmtudaginn 17.ágúst 2017.
Einnig er lagt til að bæjarráði verði falið ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála bæjarstjórnar meðan á sumarfríi stendur.
Enginn tók til máls.
Tillaga samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Tillaga forseta bæjarstjórnar að fundum bæjarstjórnar fram til áramóta er sem hér segir: 17.ágúst - 7.september - 21.september - 3.október - 19.október - 2.nóvember - 16.nóvember - 30.nóvember - 14.desember.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.