mobile navigation trigger mobile search trigger
26.08.2016

24. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, fimmtudaginn 25. ágúst 2016

og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Jón Kristinn Arngrímsson, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Þorvarður Sigurbjörnsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir

 

Starfsmenn: Bjarki Ármann Oddsson og Þóroddur Helgason

 

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

1607019 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar haust 2016

Fundaáætlun fyrir haustið 2016 samþykkt. Fundir nefndarinnar verða, með fyrirvara um breytingar:

25. ágúst 8. september 22. september 6. október 10. nóvember 8. desember

 

2.

1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð

Líkt og ný fjölskyldustefna Fjarðabyggðar leggur til hefur Fjarðabyggð formlega óskað eftir því að gerast aðili að verkefni Landlæknisembættisins um að verða heilsueflandi samfélag. Ýmsar hugmyndir voru ræddar um hvernig megi gera betur í lýðheilsumálum í Fjarðabyggð í tengslum við verkefnið.

 

3.

1606038 - Staða ungmennaráðs Fjarðabyggðar

Teknar voru fyrir hugmyndir ungmennáráðs frá fundi þess með bæjarstjórn þann 9. júní síðastliðinn. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þróttmiklu starfi ungmennaráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja hugmyndum ungmennaráðs eftir. Hugmynd um fasta fjárupphæð er vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð.

 

4.

1608010 - Umsókn um styrk til uppbyggingar og reksturs íþróttasvæðis

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið. Íþrótta- og tómstundanefnd getur ekki orðið við beiðni Kraftlyftingarfélagsins um rekstrar- og uppbyggingarstyrk fyrir árið 2016. Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

5.

1608047 - Endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu

Mikill vilji er innan nefndarinnar með að halda áfram með svipað fyrirkomulag vegna rekstrar- og uppbyggingarsamninga við íþróttafélög sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Samningar til lengri tíma móta stefnu í málaflokknum hjá Fjarðabyggð sem og tryggir langtíma yfirsýn varðandi íþróttastyrki. Að sama skapi draga samningarnir úr óvissu hjá íþróttafélögunum sjálfum sem geta þá gert sínar áætlanir til lengri tíma. Til að meta reynslu íþróttafélaganna af samningunum munu forsvarsmenn hvers félags verða boðaðir á tvo næstu fundi íþrótta- og tómstundanefndar.

 

6.

1602033 - Reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings

Fyrir liggja reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

 

7.

1605024 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017

Framlögð tillaga að úthlutun ramma við fjárhagsáætlunargerð í samræmi við reglur um fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017. Farið var yfir rekstrarstöðuna fyrir sjö fyrstu mánuði ársins og drög að starfsáætlun í íþrótta- og tómstundamálum. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2017.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:36