mobile navigation trigger mobile search trigger
11.02.2016

25. fundur fræðslunefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, miðvikudaginn 10. febrúar 2016

og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Pálína Margeirsdóttir, Lísa Lotta Björnsdóttir, Magni Þór Harðarson og Margrét Perla Kolka Leifsdóttir

Fundargerð ritaði Þóroddur Helgason, fræðslustjóri.

Dagskrá:

1.

1602027 - Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum

Borist hefur bréf, dagsett 4. febrúar 2016, frá Umboðsmanni barna þar sem hann minnir sveitarstjórnir á þá skyldu sína að setja hagsmuni barna i forgang. Bréfið kemur í kjölfar umræðu um fyrirhugaðan niðurskurð á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar en svipað bréf barst til sveitarstjórna í mars 2011 þar sem beðið var um að börnum verði hlíft við niðurskurði. Umboðsmaður biður sveitarstjórnir að ígrunda vel hvaða áhrif aðgerðir til hagræðingar hafi til langs tíma og skorar á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 

2.

1601140 - Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2015 og 2016

Fyrir liggja þrjár fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 22.desember, 30.desember og 12.janúar sl. lagðar fram til kynningar.

 

3.

1411001 - Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

Lögð voru fram lokadrög að fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar sem unnin voru af fjölskipuðum starfshópi sem Hrönn Pétursdóttir verkefnastjóri leiddi. Fræðslunefnd hafði drög að fjölskyldustefnu til umfjöllunar á fundi sínum 9. september 2015 þar sem nefndin gerði nokkrar athugasemdir. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og fagnar framkomnum áherslum.

 

4.

1511071 - Kynning skólastjórnenda

Starfandi skólastjóri leikskólans Sólvalla kynnti starf skólans og ræddi við nefndina um starfsemi skólans og þær miklu breytingar sem í vændum eru með tilkomu nýja leikskólahúsnæðisins í ágúst 2016. Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir greinargóða kynningu.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30