mobile navigation trigger mobile search trigger
19.09.2016

25. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 25. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

mánudaginn 19. september 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Gunnlaugur Sverrisson

Dagskrá:

1.  

1608083 - Umhverfismál á Fáskrúðsfirði

Minnisblað umhverfisstjóra vegna ítrekunar á skýrslum er varða umhverfismál á Fáskrúðsfirði og myndir á brúm. Nefndin telur rétt að vatnstankur ofan sundlaugar verði einnig málaður um leið og þær brýr sem um ræðir. Formaður upplýsti að málið væri enn í vinnslu en höfundur myndanna hefur tekið vel í að þær verði lagfærðar.

 

2.  

1304075 - Kaup á myndefni úr Fjarðabyggð

Umsögn formanns nefndarinnar og forstöðumanns stjórnsýslu um myndasafn Þórarins Hávarðssonar. Menningar- og safnanefnd er tilbúin að taka við safninu til varðveislu. Nefndin hefur ekki fjármagn til að greiða fyrir safnið og skráningu þess og vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar.

 

3.  

1509028 - Uppgröftur í Stöð

Bréf áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði þar sem gerð er grein fyrir stöðu verkefnisins auk þess sem óskað er eftir framlagi til þess á fjárhagsáætlun ársins 2017. Bæjarráð fagnar árangri sem hefur náðst með verkefninu og vísar beiðninni til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Lagt fram til kynningar.

 

4.  

1605178 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Menningar- og safnanefnd

Farið var yfir helstu áhersluatriði menningar- og safnanefndar, við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og rætt um forgangsröðun þeirra. Menningar- og safnanefnd telur rétt að gjaldskrá bókasafna og safna verði óbreytt á næsta ári.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.