mobile navigation trigger mobile search trigger
08.12.2016

28. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 28. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

8. desember 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Björn Hafþór Guðmundsson Varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá:

1.

1605178 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Menningar- og safnanefnd

Farið yfir hagræðingarkröfu vegna fjárhagsáætlunar ársins 2017 og meðferð 12 milljóna viðbótarfjárveitingar til málaflokks menningarmála en um er að ræða framlag til Sköpunarmiðstöðvarinnar, í fornleifauppgröft og menningarstefnu.

2.

1602127 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016

Fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, frá 3.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.

3.

1611025 - Menningarmiðstöðvar á Austurlandi

Tinna Guðmundsdóttir frá Skaftelli mun koma á næsta fund nefndarinnar.

4.

1610029 - Gjaldskrá minjasafna 2017

Bæjarráð hefur óskað eftir við nefndina að hún taki ákvörðun um mögulega breytingu á gjaldskrá í janúar nk. er varðar gjaldskrá fyrir árið 2018.
Rætt og vísað til fundar í byrjun næsta árs.

5.

1611118 - Ósk um afnot af Valhöll þann 26.desember

Beiðni íbúasamtaka Eskifjarðar um endurgjaldslaus afnot af Valhöll mánudaginn 26.desember fyrir jólatrésskemmtun samtakanna og foreldrafélags leikskólans. Menningar- og safnanefnd samþykkir beiðnina.

6.

1511047 - Uppbygging sýningarsvæðis í útbæ Eskifjarðar

Forstöðumaður Safnastofnunar kynnti hugmyndir Sjóminjasafns Austurlands um uppbyggingu safnasvæðis á Eskifirði. Til umfjöllunar skýrsla H.Í. námsbrautar í safnafræði og lokaverkefni Kömmu Daggar Gísladóttur ásamt skipulagi safnasvæðis sbr. deiliskipulag sem er í vinnslu.

7.

1612032 - Uppbyggingarsjóður Austurlands - breyttar úthlutunarreglur og leiðbeiningar

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð er til 15.desember nk. en umsóknarferlið er nú í fyrsta skipti rafrænt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.