mobile navigation trigger mobile search trigger
14.03.2017

30. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 30. fundur

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

14. mars 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir Formaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir Aðalmaður, Elías Jónsson Aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Pétur Þór Sörensson Embættismaður.

Björn Hafþór Guðmundsson var í símasambandi við fundinn.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá: 

1.

1612096 - Menningarstyrkir 2017

Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála á árinu 2017. Menningar- og safnanefnd er sammála um að úthluta styrkjum sem hér segir.

1. Fjarðadætur - Hernámsdagurinn - 60.000.-
2. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi - Heimsókn Þórarins Hjartarsonar - 50.000.-
3. Alda Rut Garðarsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir - Klassískir tónleikar - 100.000.-
4. Menningarfélagið Tær - Dansverkið Macho Man - 100.000.-
5. Katrín Ragnhildur Sigurðardóttir - Flutningur á Stabat mater - 100.000.-
6. Dægurlagadraumar - Tónlistarskemmtun - 150.000.-
7. Erla Dóra Vogler - Nýárstónleikar - 200.000.-
8. Leikfélag Norðfjarðar - Fullkomið brúðkaup - 180.000.-
9.Leikfélagið Djúpið - Söngleikur - 250.000.-
10.Sigurðardótttir ehf. - Vinnustofa í gerð útvarpsefnis - 110.000.-
11.Garðar Harðar Vestmann - Blúshátíð á Stöðvarfirði - 200.000.-
12.Kirkjukór Stöðvarfjarðar - Söngferð til Bretlands - 50.000.-

13.Millifótakonfekt - Eistnaflug - Styrkur sem nemur húsaleigu í íþróttahúsinu í Neskaupstað.
14.Íbúasamtök Eskifjarðar - Bæjarhátíðin Útsæði - Vísað til stjórnsýslu- og þjónustusviðs með ósk um að hátíðin fái styrk af liðnum bæjarhátíðir.

15.Pólar – Bæjarhátíð á Stöðvarfirði - Vísað til stjórnsýslu- og þjónustusviðs með ósk um að hátíðin fái styrk af liðnum bæjarhátíðir.

2.

1703085 - Beiðni um afnot af Valhöll fyrir hljómsveitir

Beiðni íbúasamtaka Eskifjarðar um afnot af Valhöll fyrir hljómsveitaræfingar unglinga. Menningar- og safnanefnd felur forstöðumanni að kanna með afnot af Valhöll.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.