mobile navigation trigger mobile search trigger
24.02.2017

32. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 23. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir formaður, Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður, Jóna Petra Magnúsdóttir aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson aðalmaður og Stefán Már Guðmundsson varamaður.

Starfsmenn: Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Þóroddur Helgason, fræðslustjóri.

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

 

Dagskrá:

1.

1611037 - Fundir Ungmennaráðs Fjarðabyggðar 2016 - 2017

Fundargerð 3. fundar ungmennaráðs frá 16. febrúar lögð fyrir og kynnt. Fundargerðir ungmennaráðs má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar.

2.

1611121 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2017

Íþrótta- og tómstundafulltrúi, í samstarfi við forstöðumenn stofnana og aðra starfsmenn fjölskyldusviðs, hefur skráð forvarnarverkefni sem framkvæmd hafa verið á fjölskyldusviði árið 2016. Í framhaldi af þeirri vinnu hefur verið gerð aðgerðaráætlun um forvarnarverkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu 2017. Er það liður í að gera áætlanagerð auðveldari og forvarnarstarfið markvissara í samræmi við Fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.

3.

1702156 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar vor 2017

Fundaáætlun fyrir vorið 2017. Fundir nefndarinnar verða, með fyrirvara um breytingar: 26. janúar, 23. febrúar, 23. mars, 6. apríl, 11. maí og 8. júní.

4.

1702144 - Úthlutun íþróttastyrkja 2017

Borist hafa fjölmargar umsóknir um íþróttastyrki til nefndarinnar frá íþróttafélögunum í Fjarðabyggð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur gert drög að úthlutun í samræmi við gildandi úthlutunarreglur. Nefndin kynnti sér drögin. Úthlutun verður staðfest á fundi nefndarinnar í mars og kunngerð strax í kjölfarið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30