mobile navigation trigger mobile search trigger
25.03.2017

33. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 23. mars 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Jóna Petra Magnúsdóttir Aðalmaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður og Bjarki Ármann Oddsson Embættismaður.

 

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

 

Dagskrá:

 

1.

1703086 - Stefnumótun Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt tillögur stýrihóps um framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum. Gildistími stefnumótunarinnar er 2014-2018. Ráðuneytið vonast eftir samstarfi allra sem starfa á sviði barna og ungmenna.

2.

1602033 - Reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir umsögnum um reglur um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum, þær má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar.

3.

1703114 - Framboð á íþróttum fyrir leikskólabörn

Framlagt var bréf frá foreldrum leikskólabarna á Eskifirði sem undra sig á því að íþróttafélögin hafa ekkert framboð á íþróttum fyrir börn á leikskólaaldri. Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

4.

1702209 - Umsókn til íþrótta- og tómstundanefndar um styrk til uppbyggingar og reksturs íþróttasvæðis

Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar umsókninni og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu.

5.

1702144 - Úthlutun íþróttastyrkja 2017

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti tillögur að úthlutun íþróttastyrkja fyrir nefndinni. Tillagan er útfærð í samræmi við gildandi úthlutunarreglur. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera íþróttafélögunum grein fyrir henni og sjá til þess að styrkirnir verði greiddir út sem fyrst.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30