mobile navigation trigger mobile search trigger
30.08.2017

33. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 33. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

30. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir formaður, Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir aðalmaður, Elías Jónsson aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður og Kristín Arna Sigurðardóttir embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.  

Dagskrá: 

1.

1705055 - Tilnefningar til Menningarverðlauna SSA 2017

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA 2017 fyrir 11.ágúst nk.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að tilnefna fornleifarannsóknir í Stöð á Stöðvarfirði. Björgvin Valur Guðmundsson tók ekki afstöðu til tilnefningarinnar.

2.

1306017 - Menningarstefna

Umræða tekin um menningarstefnu Fjarðabyggðar og forgangsröðun verkefna á árinu 2018 m.t.t. áherslna í fjárhagsáætlunargerðinni.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að formaður nefndarinnar ásamt Björgvin Val Guðmundssyni og Körnu Sigurðardóttur, vinni að forgangsröðun og útfærslu verkefna. Með þeim vinni forstöðumaður stjórnsýslu. Tillögur úr vinnunni verða svo lagðar fyrir menningar- og safnanefnd til umfjöllunar.

3.

1708150 – Oddsskarðsgöng

Framundan er vígsla nýrra Norðfjarðarganga og jafnframt verða Oddskarðsgöng aflögð. Farið yfir viðburðina og undirbúning þeirra en uppi hafa verið hugmyndir um að vera með gjörning við lokun Oddskarðsganga sem táknræna kveðju.

Karna fór yfir mögulegar útfærslur. Menningar- og safnanefnd fagnar hugmynd um gjörning í tengslum við lokun Oddskarðsganga og felur Körnu að vinna áfram að verkefninu og leggja fyrir nefndina nánari útfærslur þegar nær dregur.

4.

1608083 - Umhverfismál á Fáskrúðsfirði

Framlagt bréf formanns menningar- og safnanefndar og forstöðumanns menningarstofu til Loðnuvinnslunnar um styrkveitingu til uppfærslu á útlistverkum á brúm við Búðaveg á Fáskrúðsfirði. Loðnuvinnslan samþykkir að styrkja verkefnið en þáttakandi í Art Attack tekur að sér að uppfæra listaverkin. Lagfæra þarf múrverk og grunna brýrnar áður en hægt er að vinna verkin. Nefndin vísar til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar lagfæringum en þeim þarf að ljúka fyrir byrjun október. Menningar- og safnanefnd fagnar framtakinu.

5.

1612131 - Útilistaverk - Odee

Lagt fram erindi frá listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, þar sem hann býður að gjöf listaverk í Sundlaug Eskifjarðar gegn því að greiddur verði framleiðslu- og flutningskostnaður. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir umsögn frá menningar- og safnanefnd.  Í menningarstefnu er gert ráð fyrir að menningar- og safnanefnd marki stefnu um útilistaverk:
Menningaráherslur í skipulagsmálum.
Menningar- og safnanefnd markar í samstarfi við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd menningartengdar áherslur í skipulagsmálum sveitarfélagins með hliðsjón af framkvæmdum á vegum þess, hönnun mannvirkja, staðsetningu útilistaverka, mótun miðbæjarkjarna og framtíðarþróun innviða með tilliti til þarfa í ferðaþjónustu. Menningar- og safnanefnd ákvarðar í samráði við bæjarráð Fjarðabyggðar áætlun fyrir hvert kjörtímabil um kaup bæjarins á útilistaverkum. Listaverkin skulu endurspegla menningu, sögu eða náttúru Fjarðabyggðar.
Menningar- og safnanefnd leggur til að verkefnahópur sem fjallar um forgangsröðun verkefna menningarstefnu vinni þennan þátt. Leitað verði samstarfs við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Menningar- og safnanefnd fagnar frumkvæðinu og þakkar gott boð Odee. Nefndin telur sér ekki fært að þekkjast boðið að svo stöddu þar sem ekki hefur verið mótuð stefna um útilistarverk m.t.t. skipulagsmála en mun taka málið upp um leið og vinnu við stefnumótun útilistaverka er lokið. Stefnt er því að vinnu hópsins verði lokið um næstu áramót.

6.

1708077 - Beiðni um styrk - Litla ljóðahátíðin.

Framlögð beiðni Stefáns Boga Sveinssonar þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna Litlu ljóðahátíðarinnar sem haldin var í Beituskúrnum í Neskaupstað.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að styrkja Litlu ljóðahátiðina um 50.000 kr.

7.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Nefndin fór yfir starfsáælun 2018 og rekstur.
Menningar- og safnanefnd leggur áherslu á að tryggt verði fjármagn í rekstur menningarstofu og til þeirra verkefna sem bætt var við fjárhagsáætlun 2017 þ.m.t. til fornleifarannsókna í Stöð og Sköpunarmiðstöðvar. Þá þurfi að gera ráð fyrir auknu fjármagni til menningartengdra verkefna.

8.

1708151 - Menningarstyrkir 2018

Forstöðumaður menningarstofu kynnti hugmyndir um útvíkkun á menningarstyrkjum Fjarðabyggðar á árinu 2018. Menningar- og safnanefnd lýst vel á hugmyndirnar og vísar þeim til bæjarráðs til umræðu. Forstöðumaður fylgir þeim eftir. Tekið fyrir að nýju í nefndinni á næsta fundi.

9.

1708057 - Menningarstofa Fjarðabyggðar

Farið yfir skipulag og hlutverk Menningarstofu Fjarðabyggðar. Eftir er að ganga frá með formlegum hætti undirritun samstarfssamnings milli Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöðvar.  Farið yfir verkefni á döfinni og samstarf Tónlistarmiðstöðvar og Menningarstofu Fjarðabyggðar.

10.

1705146 - 100 ára fullveldisafmæli

Gert er ráð fyrir hátíðarhöldum allt næsta ár víðs vegar um landið, til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands. Öld er liðin frá því er íslenskt ríki, sjálfstætt, frjálst og fullvalda, var á ný stofnað með sambandslögunum 1918. Í júlí á næsta ári verða liðin 100 ár frá því samningum um fullveldið var lokið. Sambandslögin öðluðust svo gildi 1.desember 1918 og þar með varð Ísland fullvalda.
Bæjarráð vísar máli til menningar- og safnanefndar og óskar eftir umræðu og tillögum nefndarinnar um hvernig minnast skuli afmælisins.
Máli frestað til næsta fundar.

11.

1511047 - Uppbygging sýningarsvæðis í útbæ Eskifjarðar

Kynnt fyrirhuguð heimsókn námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands og Sigurjóns B Hafsteinssonar til Eskifjarðar þar sem unnið verður frekar með hugmyndir um nýtingu á safnasvæði í útbæ Eskifjarðar. Áformuð heimsókn er 19. til 22. október n.k.

12.

1708072 - Ársreikningur 2016 - Sjóminjasafn Austurlands

Framlagður til kynningar ársreikningur Sjóminjasafns Austurlands fyrir árið 2016.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.