mobile navigation trigger mobile search trigger
02.05.2017

34. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2, 27. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður, Einar Sverrir Björnsson Varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir Varamaður, Guðmundur Arnar Guðmundsson Varamaður og Bjarki Ármann Oddsson Embættismaður.

 

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

 Dagskrá:

 

1.

1704111 - Heimsókn í íþrótta- og tómstundamannivrki á Eskfirði

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar forstöðumönnum Íþróttamiðstöðvar Eskifjarðar og Knellunnar fyrir góðar móttökur.

2.

1704053 - Ungt fólk og lýðræði 2017

Tvö ungmenni úr Fjarðabyggð héldu á viðburðinn Ungt fólk og lýðræði sem haldinn var á Laugabakka í Miðfirði. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur heilshugar undir ályktun Ungmennaráðs UMFÍ og hvetur Alþingi og sveitarstjórnir um allt land til að styðja við virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu.

3.

1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð

Verkefnið Heilsueflandi Samfélag er komið af stað í sveitarfélaginu. Fyrir liggur fyrsta fundargerð stýrihóps um Heilsueflandi samfélag í Fjarðabyggð.

4.

1702203 - Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017

Umræður fóru fram um reglur um úthlutun íþróttastyrkja. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30