mobile navigation trigger mobile search trigger
19.05.2017

35. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 18. maí 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður og Bjarki Ármann Oddsson Embættismaður.

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

 

Dagskrá:

 

1.

1611037 - Fundir Ungmennaráðs Fjarðabyggðar 2016 - 2017

Fundargerð 4. fundar ungmennaráðs frá 4. maí lögð fyrir og kynnt. Fundargerðir ungmennaráðs má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar.

2.

1704098 - Ungt fólk - 8.-10.bekkur - vímuefnanotkun

Fyrir liggur skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnanotkun ungs fólks í Fjarðabyggð. Skýrslan byggir á könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúarmánuði árið 2017. Forvarnarstarf meðal unglinga í grunnskólum hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða "íslenska módel" nú notað sem fyrirmynd starfs víðs vegar í Evrópu. Fjarðabyggð hefur um 10 ára skeið verið með samning við Rannsóknir og greiningu um að taka saman sérstaka skýrslu fyrir sveitarfélagið og aðstoða við kynningu á niðurstöðum. Þriðjudaginn 25. apríl voru niðurstöður kynntar á opnum fundi um vímuefnamál í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Niðurstöðurnar sýndu að ungmennin okkar eru áfram afhuga vímuefnanotkun. Tóbaks- og áfengisnotkun og notkun á ólöglegum vímuefnum er hverfandi. Eina vímuefnið sem fer uppá við í notkun er raf-sígarettan (rafrettan), en í Fjarðabyggð eins og á landinu öllu eru ungmenni að fikta við hana og þar er mikilvægt að spyrna við fótum. Eftirtektarvert er að ungmennin segja afstöðu foreldra mjög skýra gegn allri notkun vímuefna, en skýr afstaða og stuðningur foreldra við ungmennin skiptir gríðarlegu máli. Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju með afstöðu unga fólksins til vímuefnanotkunar.

3.

1705129 - Eistlandsferð FÍÆT

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna.

4.

1602155 - Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála vegna framkvæmda við sparkvelli í Fjarðabyggð. Sparkvellirnir á Eskifirði og Fáskrúðsfirði eru að fara í sameiginlegt útboð ásamt fleiri völlum á Austurlandi. Skipulagsvinna varðandi sparkvöllinn við Nesskóla mun taka lengri tíma en áætlað var.

5.

1602033 - Reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings

Fyrir liggja reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings. Reglurnar hafa nú verið í gildi í heilan vetur en skv. gr. 5.3 áttu reglurnar að vera endurskoðaðir að vori. Þær hafa nú verið í umsagnarferli hjá íþróttafélögum og forstöðumönnum íþróttamannvirkja í tvo mánuði. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði.

6.

1702203 - Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017

Áframhaldandi vinna fór fram um breytingar á reglum um úthlutun íþróttastyrkja. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37