mobile navigation trigger mobile search trigger
08.11.2017

36. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 36. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

8. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir formaður, Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir aðalmaður, Elías Jónsson aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson aðalmaður og Gunnlaugur Sverrisson embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1709029 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd

Á lokametrunum við vinnslu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 var ákveðið að leggja fram tillögu fyrir bæjarstjórn þar sem útgjöldin voru lækkuð um 33,5 m.kr. Lækkunin er tilkomin þar sem í stefndi að A hluti yrði rekinn með um 30 - 40 milljón króna halla.

Lagt er til við menningar- og safnanefnd að eftirfarandi þættir verði lækkaðir í fjárhagsáætlun 2018.

* Verkefni Menningarstofu Fjarðabyggðar lækki um 1 milljón kr.
* Innleiðingu á Locatify safnaleiðsagnakerfi í Safnahúsi í Neskaupstað verði slegið á frest og lækki um 0,5 milljónir kr.
* Verkefni við forvörslu ljósmynda í Ljósmyndasafni Eskifjarðar lækki um 0,5 milljónir kr.

Samanlagt 2 milljónir kr.

Menningar- og safnanefnd samþykkir tillögu.

2.

1710076 - Menningarmessa 4. nóvember 2017

Formaður gerði grein fyrir dagskrá Menningarmessu sem haldin var 4.nóvember sl.

3.

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

Drögum að innkaupareglum ásamt gögnum vísað til umsagna í nefndum Fjarðabyggðar frá bæjarráði. Lagt fram til kynningar.

4.

1710135 - Viðaukasamningar við samning vegna tónlistarmiðstöðvar Austurlands og

Viðauki vegna framlags til Tónlistarmiðstöðvar Austurlands lagður fram til kynningar.

5.

1711015 - Umsókn um styrki til menningarmála - Nesskóli

Umsókn um styrk vegna rútuferðar fyrir nemendur sem vilja sækja leiksýninguna Bangsímon í Nesskóla þann 23.nóvember. Menningar- og safnanefnd samþykkir að styrkja sýninguna með því að greiða rútuferð fyrir skólabörn í sveitarfélaginu til Nesakaupstaðar og heim aftur.

6.

1710084 - Umsókn um styrki til menningarmála - Súlan

Umsókn um 200.000 kr. styrk vegna 90 ára afmælis Súlunnar á næsta ári. Menningar- og safnanefnd lýst vel á verkefnið en vísar því til úthlutunar menningarstyrkja í upphafi næsta árs.

7.

1710163 - Umsókn um styrk til menningarmála - Fjarðadætur

Beiðni Fjarðadætra um styrk vegna jólatónleika sem haldnir verða 17.desember í Tónlistarmiðstöðinni. Menningar- og safnanefnd samþykkir að styrkja tónleikana en óskar eftir nánari upplýsingum um kostnað.

8.

1710173 - Umsókn um styrk vegna leiksýninga - Leikhópurinn Lotta

Beiðni Leikhópsins Lottu um styrk vegna sýninga í sveitarfélaginu. Meðal annars er óskað eftir afnotum af húsnæði fyrir sýningar. Menningar- og safnanefnd samþykkir að styrkja sýningarnar sem nemur afnotum af sýningarhúsnæði.

9.

1605076 - Aðalfundur SSA 2017

Ályktanir aðalfundar SSA 2017 lagðar fram til kynningar.
Meðal annars eru ályktanir um sóknaráætlun, menningarmiðstöðvar og varðveislu menningarminja.

10.

1711017 - Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2017

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. verður haldinn á Skriðuklaustri í Fljótsdal fimmtudaginn 23. nóvember kl. 14:00. Menningar- og safnanefnd felur Pétri Sörenssyni að fara með fullt umboð Fjarðabyggðar á fundinum og Elías Jónsson til vara.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.