mobile navigation trigger mobile search trigger
09.03.2017

38. fundur fræðslunefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2, 8. mars 2017 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu Pálína Margeirsdóttir Formaður, Elvar Jónsson Aðalmaður, Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður og Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður

Áheyrnarfulltrúi: Einar Már Sigurðarson.

Starfsmaður sem jafnframt ritaði fundargerð Þóroddur Helgason.

 Dagskrá:

1.

1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð

Landlæknir fyrir hönd Embættis landlæknis og bæjarstóri Fjarðabyggðar fyrir hönd sveitarfélagsins Fjarðabyggðar skrifuðu í dag undir samstarfssamning um þróunarverkefnið "heilsueflandi samfélag" í Fjarðabyggð. Verkefnið miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa Fjarðabyggðar með markvissum þverfaglegum heilsueflingaraðgerðum. Nánar má lesa um markmið verkefnisins á heimasíðu Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd fagnar framtakinu.

2.

1702057 - Endurskoðun samninga við Fjölís

Samningur sveitarfélaga við Fjölís var lagður fram til kynningar en hann fjallar um aðgang að höfundavörðu efni. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælir með því við sveitarfélög að þau gangi til samninga við Fjölís sbr. meðfylgjandi drög. Kostnaður vegna samnings er 590 kr. á hvern starfsmann sveitarfélagsins en starfsmenn KÍ eru undanskyldir. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn og falið bæjarstjóra undirritun hans.

3.

1702216 - Styrktarsjóður EBÍ 2017

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Fjarðabyggð fékk styrk í fyrra vegna samstarfsverkefnis sveitarfélagsins við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði um fræðslu fyrir nemendur 7. bekkja grunnskólanna í Fjarðabyggð. Reglur sjóðsins kveða á um að almennt fái sveitarfélög ekki styrki tvö ár í röð. Fræðslunefnd beinir því til starfsmanna fjölskyldusviðs að leita eftir áhugaverðum verkefnum sem hægt er að sækja um.

4.

1702089 - Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla

Fyrir liggur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem kveðið er á um að allir skólar með 10. bekk skuli hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A - D við lok 10. bekkjar grunnskóla vorið 2017. Allir skólar í Fjarðabyggð hafa lokið innleiðingu og útskrifuðu sína nemendur vorið 2016 með námsmatskvarðanum A-D.

5.

1701123 - Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS

Formaður fræðslunefndar greindi frá vinnu í tengslum við bókun 1 í kjarasamningi FG og SNS. Fundir með kennurum eru hafnir og 21. mars verður lokið við fyrri umræðu í öllum grunnskólum Fjarðabyggðar.

6.

1702065 - Kennslutímamagn 2017-2018

Fyrir liggja drög að úthutun kennslutímamagns fyrir grunnskóla skólaárið 2017-2018. Vegna fjölgunar á nemendum er gert ráð fyrir fleiri tímum til úthlutunar frá og með haustinu 2017 en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Frekari umræðu og ákvörðun er frestað til næsta fundar fræðslunefndar.

7.

1611121 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2017

Fyrir liggur áætlun fjölskyldusviðs um forvarnarfundi á árinu 2017. í áætluninni er gert ráð fyrir fimm stærri fundum en tekið skal fram að fjölmörg önnur forvarnarverkefni eru í gangi í stofnunum sveitarfélagsins og hjá félögum sem njóta styrkja frá sveitarfélaginu. Fræðslunefnd lýsir ánægju með áætlunina sem er í takt við nýgert samkomulag um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag.

8.

1612093 - Útboð á skólamáltíðum í grunnskólum 2017

Fræðslustjóri greindi frá vinnu við útboð á skólamáltíðum í fjórum grunnskólum í Fjarðabyggð. Ríkiskaup munu annast útboðið. Ekki er gert ráð fyrir að ávaxtanesti verði með í útboðinu, en í staðinn verði leitað eftir samningum við aðila um að útvega skólunum ávexti. Að öðru leyti er útboðið byggt á fyrri ákvörðunum nefndarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.