mobile navigation trigger mobile search trigger
25.08.2017

38. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 24. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður og Guðmundur Arnar Guðmundsson Varamaður.

 

Starfsmenn: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri og Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

1708097 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar haust 2017

Fundaáætlun fyrir haustið 2017 samþykkt. Fundir nefndarinnar verða, með fyrirvara um breytingar. 24. ágúst, 14. september, 12. október, 9. nóvember og 14. desember

2.

1706128 - Landsmót UMFÍ 50 árið 2019 í Neskaupstað

ÚÍA í samvinnu við Fjarðabyggð sótti um að fá að halda Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri árið 2019. Umsóknin var samþykkt og hefst nú undirbúningur að hátíðinni. Mótið er blanda af íþróttakeppni og hreyfingu og markmiðið er að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

3.

1705166 - Ferða- og markaðsmál

Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra um þjónustu Fjarðabyggðar og ferðaþjónustuaðila gagnvart ferðamönnum sem sækja Fjarðabyggð heim, m.a. þjónustu á tjaldsvæðum, opnunartíma stofnana og safna, afþreyingu o.fl. Menningar- og safnanefnd óskar eftir að minnisblað verði kynnt í fastanefndum sveitarfélagsins. Minnisblaðið kynnt.

4.

1612131 - Útilistaverk - Odee

Lagt fram erindi frá listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, þar sem hann býður að gjöf listaverk í Sundlaug Eskifjarðar gegn því að greiddur verði framleiðslu- og flutningskostnaður. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og leggur til að bæjarráð greiði framleiðslu- og flutningskostnað þar sem sá kostnaður rúmast ekki innan fjárheimilda Íþróttamiðstöðvar Eskifjarðar.

5.

1707073 - Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands 2017

Fyrir liggur bréf frá Ferðafélagi Íslands, en félagið er að kynna Lýðheilsugöngur þess. En lýðheilsugöngurnar eru einn af hápunktum dagskrár Ferðafélags Íslands á 90 ára afmælisári félagsins. Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00 og séu allajafna fjölskylduvænar og taki u.þ.b. 60-90 mínútur. Tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap. Lagt er upp með að gengið verði alls fjórum sinnum í hverju sveitarfélagi. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar erindið og fagnar framtakinu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við Ferðafélag Íslands varðandi frekara skipulag.

7.

1708037 - Heimavöllur Leiknis

Borist hefur fyrirspurn frá Ungmennafélaginu Leikni vegna Búðagrundar, fyrrum heimavallar knattspyrnudeildar félagsins, en vegna ástands vallarins hefur liðið þurft að spila heimaleiki sína í Fjarðabyggðarhöllinni. Óskar stjórn Leiknis eftir því að fá svör við hvort til standi, af hálfu Fjarðabyggðar, að fara í framkvæmdir á Búðagrund svo meistaraflokkur félagsins geti að nýju leikið heimaleiki sína þar. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Ungmennafélaginu Leikni fyrirspurnina. Uppbygging knattspyrnuvalla frá grunni er afar kostnaðarsöm ef vanda á til verksins. Uppbygging á Búðagrund er ekki á núverandi fjárhagsáætlun og ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort og þá hvaða framkvæmdir verður ráðist í. Íþrótta- og tómstundanefnd telur brýnni þörf á upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar og uppbyggingu við aðalleikvang sveitarfélagsins sem samkvæmt aðalskipulagi er Eskifjarðarvöllur. Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindinu til áframhaldandi umræðu um fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 sem og til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

8.

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun ársins 2018. Unnið að gerð minnisblaðs til bæjarráðs um áherslur nefndarinnar fyrir komandi fjárhagsáætlun.

6.

1708038 - Styrkir til knattspyrnufélaga í Fjarðabyggð

Borist hefur fyrirspurn frá íþróttafélaginu Leikni til íþrótta- og tómstundanefndar um fjárframlög til meistaraflokka í knattspyrnu í Fjarðabyggð. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Ungmennafélaginu Leikni fyrir fyrirspurnina. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00