mobile navigation trigger mobile search trigger
03.01.2018

38. fundur menningar- og safnanefndar

Menningar- og safnanefnd - 38. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

3. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Dýrunn Pála Skaftadóttir formaður, Björn Hafþór Guðmundsson varaformaður, Sigrún Júlía Geirsdóttir aðalmaður, Elías Jónsson aðalmaður, Björgvin V Guðmundsson aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson embættismaður og Kristín Arna Sigurðardóttir embættismaður en hún var í síma. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1712076 - Reglur um listaverk

Drög að reglum um listaverk lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu. Menningar- og safnanefnd samþykkir reglur um listaverk og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fulltrúi meirihluta í innkauparáði verður Dýrunn Pála Skaftadóttir en fulltrúi minnihluta verður tilnefndur á næsta fundi. Menningarfulltrúi mun kalla innkauparáð saman á næstunni.

2.

1712072 - Ráðstefna um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9.maí

Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum, sem haldin verður í Malmö 8. - 9.maí

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.