mobile navigation trigger mobile search trigger
14.06.2017

42. fundur fræðslunefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 14. júní 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Pálína Margeirsdóttir Formaður, Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður og Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður.

Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

Dagskrá:

1.

1705199 - Fundaáætlun fræðslunefndar haust 2017

Fyrir liggur fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2017. Gert er ráð fyrir tveimur fundum í ágúst, september og október og einum fundi í nóvember og desember. Fræðslunefnd fór yfir áætlunina og samþykkti eftir breytingar.

2.

1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni

Farið var yfir niðurstöður úr samræmdum prófum í 4., 7., 9. og 10. bekk haustið 2016. Niðurstöður nemenda í Fjarðabyggð í 4. bekk eru yfir landsmeðaltali en undir meðaltali í 7., 9. og 10. bekk. Hver skóli nýtir prófin sem leiðsagnarmat og farið er yfir það sem vel gengur og það sem betur má fara. Námið er síðan skipulagt í samræmi við niðurstöður. Þá var farið yfir niðurstöður úr nemendakönnun grunnskólanna skólaárið 2016-2017, en þar eru eftirfarandi atriði könnuð, virkni nemenda í skóla, líðan og heilsa og skóla- og bekkjarandi. Niðurstöður nemenda í Fjarðabyggð, í 5.-10. bekk, lágu við meðaltalið yfir landið. Hver skóli fær upplýsingar um sína nemendur og nýtir þær til að styrkja nemendur sem og skólabraginn.

3.

1611044 - Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði

Fræðslustjóri gerði grein fyrir vinnu við forhönnun viðbygginga við leikskólana Dalborg og Lyngholt. Komin eru drög að teikningum sem verið er að fara yfir með leikskólastjórum í Fjarðabyggð og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og fræðslustjóra. Gert er ráð fyrir að ljúka forhönnun á byggingunum á þessu ári. Þá var farið yfir núverandi húsnæði skólanna og nemendafjölda í skólunum.

4.

1705203 - Áskorun til fræðsluyfirvalda vegna nemenda með skilgreinda fötlun

Tekið var fyrir sem trúnaðarmál áskorun til fræðsluyfirvalda vegna nemenda með skilgreinda fötlun. Ræddar voru nýjar úthlutunarreglur, stoðkerfi skólanna í Fjarðabyggð og hvernig best sé mætt ólíkum þörfum nemenda. Fræðslustjóra var falið að vinna málið áfram með skólastjórnendum.

5.

1705239 - Tölvuver grunnskólanna í Fjarðabyggð

Fræðslustjóri greindi frá vinnu með Nýherja og skólastjórum grunnskólanna þar sem verið er að skoða möguleikann á að leggja tölvuver grunnskólanna í Fjarðabyggð af og kaupa í staðinn hleðsluvagna og Chromebook fartölvur, sem vinna í svokölluðu skýjaumhverfi. Með þessari breytingu vinnst rými í skólunum til þæginda fyrir skólastarf og einnig kallar þetta á breytt kennslufyrirkomulag. Fræðslunefnd telur rétt að fara í þessar breytingar. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.

6.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Sviðstjóri gerði grein fyrir ferli við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Rædd voru drög að fjárhagsramma fræðslunefndar og áherslur nefndarinnar í starfsáætlun 2018. Mánaðarmótin ágúst/september úthlutar bæjarráð fjárhagsrömmum. Tilgangurinn er að ná fram betri upplýsingum fyrir úthlutun fjárhagsramma til fastanefnda. Fræðslunefnd ræddi breytingar á rekstri í málaflokknum og hugsanlegar framkvæmdir fyrir árið 2018.

7.

1612093 - Útboð á skólamáltíðum í grunnskólum 2017

Bæjarráð fól fræðslunefnd að fara nánar yfir kostnaðarauka vegna útboðs á skólamáltíðum í grunnskólum 2017 og fjármögnun hans og gera tillögu til bæjarráðs um hvernig honum verði mætt. Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um gjaldskrá skólamáltíða 2017 þar sem gjaldskrá Fjarðabyggðar er borin saman við 15 stærstu sveitarfélög landsins sem og valin samanburðarsveitarfélög. Fræðslunefnd leggur til hækkun á gjaldskrá frá og með næstu áramótum. Endanlegri ákvörðun um hvernig kostnaðarauka verði mætt er frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35